Aldamót - 01.01.1896, Side 116
116
fyrir óhreinskilnina, þótt í smáu sje, bilast þú sið-
ferðilega. SiðferðisUfið grynnist, siðferðistilfinningin
sljófgast, siðferðissaltið í þjer deyfist. Það stendr á
sama, þótt ekki sje nema um eina synd að ræða.
Jeg tek t. d.: þú ert uppstökkr. En þótt þú játir
fyrir Guði og sjálfum þjer aliar aðrar syndir þínar,
án þess að breiða yfir þær, þá viltu ekki kannast
við það, að það sje synd af þjer, að vera uppstökkr.
Þú bilast siðferðilega. Það er afleiðingin, Og bil-
unin sitr í Tcaraktjer þínum eins lengi og þú ekki
ert einlægr. En bvað þá, ef óhreinskilnin verðr að
einkunn þinni? Þú hættir algerlega að vera ein-
lægr, breiðir yfir hverja synd, afsakar allt? Eðlilega
verðr þú vantrúaðr. Vantrúin verðr eðlileg afieiðing
siðferðilega lífsins, sem þú hefir lifað.
Marga furðaði sjálfsagt á því, að lúterskr prestr,
sem lengi hafði verið þjónandi í kirkjunni, skyldi
allt í einu snúast gegn henni, eins og kunnugt er
um einn prestinn islenzka hjer, enn fremr, að hann
allt í einu skyldi fara að tala og rita um kirkju- og
kristindóm með jafn-mikilli ljettúð, fyrirlitningu og
bitrleik og átt hefir sjer stað — já tala og rita svo
frámunalega ósvífnislega, að ómögulegt er á stund-
um að fá sig til að trúa öðru, en hann viti betr.
En þegar betr er að gáð, hvernig maðrinn stófr í
kirkjunni, hvernig afstaða hans af kristindóminum
hafði verið áðr en fráfallið kom, hvernig hann hefir
orðið að misbjóða samvizku sinni, hvernig óeinlægnin,
þessi sífellda viðleitni að afsaka sig, breiða yfir allt,
en á sama tíma að telja sjer trú um, að samlífið við
Guð sje heilt, þessi sifellda þrjózka hjartans gegn
áhrifum heilags anda — og svo hin vonda samvizka,
sem þvi fylgir, —þd verðr það ekki nema eðlilegt,