Aldamót - 01.01.1896, Page 118
118
Það kom út dálítil bók í vetr sem leið eptir unga
skáldið danska, Johannes Jörgensen. Hann kallar
bókina »Livslögn og Livssandhed«. Hann segir þar
á einum stað: »þegar við urðum frjálshyggjendr —
þegar við gerðum okkr far um að verða frjáls-
hyggjendr (þvf gáið að: við gerðum okkr far um
það: vildum það), þá sögðum við við sjálfa okkr:
«við leitum sannleikans. Við segjum skilið við krist-
indóminn vegna þess, að hann er ekki sannr«. En
hvernig reyndist svo »sannleikrinn«, sem þeir leituðu?
Höfundrinn sýnir fram á, að liann reyndist tál, tóm
sjálfsblekTiing. Hann kallar það »lífslygi«. Það er
að segja: þegar »sannleikrinn«, sem að var leitað,
átti að fara að verða »Ufssannleikr« o: þegar átti
að fara að lifa á honum, byggja líf sitt á honum,
þá hjelt hann ekki, gat hann ekki borið lífið uppi,
hjelt heldr ekki það, sem hann hafði lofað, reyndist
því svik, lygi, tál. Lífið, sem hann veitti, reyndist
dauði, sælan, sem hann hjelt, reyndist kvöl og frels-
ið fjötrar. Fyrir dómstóli lífsins var hann reyndr
og óhæfr dæmdr. Og dómrinn var þessi: »Þetta
er lygi«. Enda gefr höfundrinn, sem leitað haf'ði
»sannleikans« fyrir sjálfsreynslu sína, þessum »sann-
leika« svo háttaðan vitnisburð. Það var »sannleikr«,
sem lofað hafði lífi, frelsi og sælu, en dró til dauða
— út í for, hann og alla farþegana á andans
»Hohenzollern«, sem fleygt höfðu útbyrðis kristin-
dóminum, af því þeitn fannst bann vera til þyngsla
einna, og siglt höfðu svo á stað í sólbjörtu veðrinu
með fána lífsgleði, lífslöngunar og lífsvonar blaktandi
frá hverjum siglutoppi. Höfundrinn lýsir því,
hvernig siglingin tókst meðal annars með þessum
orðum: »jeg varð eins og sandbleyta, eins og grund-