Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 119
119
völlr, sem enginn getr byggt á, og umhverfis mig
var ekkert nema sandbleyta og kviksyndi..............
þannig var jeg orðinn, maðrinn, sem átti að hafa
varðveitt sálu sína«.
Þannig fór »sannleikrinn« með hann og alla
samferðamennina hans, — já »sannleikrinn« o: frelsið,
sjálfræðið, taumleysið, lögleysið, siðleysið. En »lygin«,
sem þeir yfirgáfu og sigldu burt frá með lífið sitt,
Tcristindómrinn, er þeir samvizku(!j sinnar vegna þótt-
ust ekki lengr geta bundið neitt trúss við, reyndist
Ufssannleikr, sannleikrinn, semhægt er að byggja
líf sitt á, lifa fyrir, sem ekki dregr manninn með
allt hans líf niðr í forina, heldr varðveitir sálu
hans.
Það, sem Jóhannes Jörgensen kallar »lífslygi«,
er nú »sannleikrinn«, sem Hafnarstúdentarnir ís-
lenzku hafa orðið hrifnir af, og láta leiðast af í stað
kristindómsins. Hjer blasti við þeim líf í töfra-
hillingum — lögmálslaust, taumlaust, siðlaust líf.
Þeim leizt vel á það. Það seyddi þá að sjer. Og
þeir fóru að hafa mök við það, og svo — að afsaka
sig, breiða ofan yfir — og þá höfðu þeir eignazt lífið,
sem þeir þráðu; en um leið var kristindómrinn
kominn út fyrir sjóndeildarhring þeirra, nema sem
draugr, svartr og ljótr, yzt á brúninni, sem nauð-
synlega þurfti að kveðast niðr, gera út af við. —
Það sefr enginn vel meðan hann veit af draug í
herberginu sínu.
Islendingum er ekki alveg ókunnugt um líf stú-
dentanna íslenzku í Höfn. Lundúnabrjefið alkunna,
sem stóð að lesa í »Sunnanfara«, lýsti því nokkuð.
Höfundrinn þóttist vera að taka mynd af lífinu í
Lundúnaborg, en ósjálfrátt kom fram um leið mynd,