Aldamót - 01.01.1896, Side 121
121
vilja þess, sem mig sendi, hann mun komast að
raun um, hvort lærdómrinn er af guði«. (Jóh. 7,17).
Hver vill gera vilja Guðs? Sá, sem lifa vill siðlegu
lifi. Hver vill þar á móti eJcki gera vilja Guðs?
Sá, sem lifa vill ósiðlegu lífi. Hann getr nú ekki
sannfærzt um sannleika kristindómsins — að eins
vegna lífs þess, sem hann lifir — hann vill ekki gera
vilja Guðs. Hinn sannfærist, svo sannarlega sem
það er einlæg löngun hans að gera vilja Guðs.
Enn fremr segir írelsarinn á öðrum stað: »Hver,
sem trúir á Guðs son, dæmist ekki, en hver, sem
ekki trúir, sá er nú þegar dæradr, því hann trúði
ekki á nafn Guðs sonar« (Jóh. 3, 18). I næsta versi
skýrir hann það svo, af hverju það komi, að ekki
sje trúað á hanu: »Ljósið kom í heiminn, og menn-
irnir elskuðu myrkrið meira en ljósið, því þeirra
verk voru vond« (v. 19). Myrkrið er hið vonda,
Ijóta, syndin, lífið An Guðs. Ljósið er hið góða,
Jireina, heilaga, lífið í Guði. Guð kallast líka ljós.
Og hjer og á fleiri stöðum kallar Guðs sonr sig ljós.
Hvers vegna trúa rnennirnir ekki, segir frelsarinn?
Eða: hvers vegna eru þeir vantrúaðir? Þeir elska
myrkrið, syndina, lífið án Guðs. Vegna hvers? Af
því verk þeirra eru vond, þeir vilja ekki gera vilja
Guðs, en vilja lifa í synd. Þegar svo stendr á fyrir
manninum, er honum illa við ljósið; því ljósið sýnir
lífið hans.
Jeg enda svo með áminningarorðum Hehrea-
brjefsins: gjaldið varhuga við þvi, bræðr, að eng-
inn yðar búi yfir vondu vantrúar hjarta, er vilji
fálla frá hinum lifanda Guði (3, 17).