Aldamót - 01.01.1896, Side 123
123
Eitt augnablik af eilífðinni skammt,
eitt andartak frá þínu brjósti samt.
Og hvað er jarðar vegsemd, völd og gnægð,
öll vizka, þekking, orka, snilld og frægð?
Allt barnaleikur, glingur, hjóm og glys;
hjá guðdóm þínum allt er ljett sem fys.
Og hvað eru’ öll hin miklu mannaverk,
er mæna hátt og sýnast traust og sterk?
Eitt lítið dupt, ef andar þú þar á,
það óðar fýkur burt sem visið strá.
Og hvað eru’ öll hin tignu tindafjöll?
Ein trappa lág að þinni dýrðarhöll.
Og hvað hinn víði, djúpi dularsjár?
Einn dropi lífsins, náttúrunnar tár.
Og hvað er andinn, er á svipstund fer
um allan geiminn? Lítill neisti’ af þjer.
Mig huggar það, já, fyrst hann þjer er frá,
hann fer til þín, og auðnast þig að sjá.
Hjer fæ jeg að eins forkirkjuna’ að sjá.
Hve fagur mun þá helgidómur sá,
er birtist þá ér frá dregst fortjald það
til fulls, er tíð og eilífð skilur að.
Fylgi þjer guð!
Fylgi þjer guð um fjöllin há,
þitt fótspor sjerhvert hann greiði;
hann vísi þjer bezta veginn á