Aldamót - 01.01.1896, Page 124
124
og verndi þig æ og leiði!
Hálsinn er brattur og hríðin myrk,
en hægt er þó guð að finna;
ef biður þú hann um hjálp og styrk,
þá hún mun ei grand þjer vinna.
Fylgi þjer guð um öræfin auð,
sem allri byggð eru fjarri!
Þótt náttúran sýnist döpur og dauð^
er drottins þíns hjálp þjer nærri.
Leiðin er óglögg, þokan þjett,
en þú ert samt enn á vegi;
og drottinn vísar þjer veginn rjett
og villast þá munt þú eigi.
Fylgi þjer guð um hálahjarn,
já, hvert sem þig kann að bera!
hann faðir er þinn, og þú hans barn,
og því skaltu’ ei hræddur vera.
Isinn er veikur, opin vök,
þú æ skalt varlega fara;
en varla mun nokkuð verða’ að sök,
ef vill þig enn drottinn spara.
Fylgi þjer guð í stríðum straum,
því strenginn klofið hann getur;
með voldugri hendi’ hann tekur’ í taum
og takmörk hann straumnum setur.
Brotið er hæpið, hylurinn stór,
og hjer þarf rösklega’ að vaða;
en þreytist ei guð, þótt þreytist jór,
og þá mun þig ekki skaða.