Aldamót - 01.01.1896, Page 126
Undir linditrjánum.
»Hefur þú sjeð nýja kirkjublaðið,
Verði Ijós! sem út kemur á íslandi, — blaðið
hans síra Jóns Helgasonar?«
Já, þó það væri nú!
»Hvernig geðjast þjer að því?«
Ljómandi vel. Jeg hefi ekki glaðzt eins mikið
yflr neinni bókmenntalegri nýung, sem frá íslandi
hefur komið nú í seinni tíð, eins og því.
»Hvað hefur það þá helzt til sfns ágætis?«
Það fyrst og fremst að vita, hvað það vill.
Ahuginn fyrir kristindóminum er þvi engin uppgerð.
Það gjörir hjarta manns gott að heyra talað um
trúna með jafn-mikilli lotningu, um kirkjuna með
jafn-miklum kærleika, um kristindóminn með jafn-
öflugri sannfæringu og þar er gjört. Allir, sem enn
hafa ritað í blaðið, hafa tekið nákvæmlega i sama
streng. Þeir eru allir í einum anda, enginn er þar
hálfur eða haltur, hver smágrein ber þess ljósan
vott.
»Hvað hefur nú staðið merkilegast í blaðinu?«
Lengsta greinin, sem þar hefur staðið, er með
fyrirsögninni: Spurningin mikla. Sú ritgjörð er
eptir ritstjórann, síra Jón Helgason. Hún er í sendi-