Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 127
127
brjefasniði og brjefin eru látin yera frá gömlum
presti til fóstursonar hans. Hinn ungi maður hefur
tapað trú sinni á frelsarann. Það veldur hinum
gamla presti mikillar áhyggju og angurs. Svo fer
hann að skrifa þessum fóstursyni sinum um spurn-
inguna miklu, guðdóm frelsarans, og færa honum
heim sanninn fyrir þeim hyrningarsteini trúar vorrar.
Fyrsti pistillinn er inngangur að aliri ritgjörðinni.
Annar pistillinn talar um vitnisburð frelsarans um
sjálfan sig, — gjörir grein fyrir því, hver hann sagð-
ist vera. Þriðji pistillinn talar um syndleysi frelsar-
ans. Þar dregur höf. upp mynd af frelsaranum,
sem hefir heppnazt svo vel, að hún er höf. til stór-
mikils sóma, þótt ekki hafi hann til þess varið nema
fáeinum pennadráttum. Fjórði pistillinn er um áreiði-
leik guðspjallanna, — að sú mynd, sem guðspjalla-
mennirnir hafa af honum gefið, hljóti að vera sönn;
hún sje of dýrðleg og guðdómleg til þess, að nokk-
urt mannlegt ímyndunarafl hefði verið þess um
komið að skapa hana, — grípa hana úr lausu lopti.
Fimmti pistillinn er út af orðum trúarjátningarinnar:
Getinn af heilögum anda og sýnir fram á ástæðuna
fyrir því, að hann var heilagur og syndlaus. í þeim
pistlinum, sem enn er ókominn, á að verða sýnt
fram á, hvað felst í hugmyndinni guðssonur, eða í
hverjum skilningi Jesús nefnir sig þannig. — Brjef
þessi eru einkar-ljóst og skiljanlega rituð og bera
ljósan vott um þekking höf. á hinum mörgu mót-
bárum, er upp hafa risið gegn guðdómi frelsarans.
Önnur trúvarnarritgjörð, sem gengur í sömu átt-
ina, hefur fyrirsögnina: Hver rök færum vjer fyrir
sannleik trúar vorrar? Hún er eptir Sigurð P. Si-
vertsen, kandídat í guðfræði frá Kaupmannahöfn,