Aldamót - 01.01.1896, Page 131
131
»Nú hefur þú frætt mig svo mikið
KirJcju- um Verði ljós, að mig langar til að
blaðið. biðja þig að segja mjer hreinskilnis-
lega álit þitt um Kirkjublaðið. Jeg
hefi nú reyndar lesið það stöðugt síðan það kom út.
En jeg hefi sifellt spurt sjálfan mig: Hvaða stefnu
hefur þetta blað eiginlega? Mjer íinnst það slá ein-
lægt úr og í. En þetta er nú ef til vill heimsku
minni að kenna og skilningsleysi«.
Það er vandi, sem jeg vildi helzt af öllu kom-
ast hjá. Það eru ótal margir búnir að spyrja mig
að sömu spurningunni. En jeg hefi ætíð svarað með
þögninni einni. Jeg held nú samt, að það sje ekki
rjett, og skal því leitast við að leysa úr spurningu
þinni.
Fátt hefur vinum kirkjunnar verið meira gleði-
efni en það, að farið var að gefa út kirkjulegt tfma-
rit á Islandi. Þeir gjörðu sjer margar og fagrar
vonir. Þeir hjeldu það mundi þýða nýja lífshreyf-
ingu í islenzku kirkjunni. Það væri eintóm hræsni
að kannast ekki við það, að smátt og smátt hefur
fremur dofnað yfir þeirri gleði.
Margt gott orð hefur staðið þar. Og að flestu
leyti hefur það verið hyggindalega úr garði gjört.
Manni dylst það ekki, hvílíkur hæfileikamaður rit-
stjórinn er. Hann hefur að sönnu ritað tiltölulega
lítið sjálfur. En nokkurn veginn í hvert skipti, sem
hann hefur drepið penna sínum niður, hefur það
komið í ljós, að þar eru framúrskarandi rithöfunds-
hæfileikar.
En gallinn er sá, að einlægt er slegið úr og i,
eins og þú komst að orði. Og þess vegna er svo
mikill vandi að segja, hver stefnan er. Blaðið vill
u*