Aldamót - 01.01.1896, Page 132
132
kírkjunni svo sem að sjálfsögðu vel. En það er eíns
og vanti eitthvað í þá velvild. Hún er eitthvað svo
kjarklítil og veimiltítuleg. Það heldur fram trúnni
gegn vantrúnni, en það er ekki laust við að þessi
trú sje eitthvað fötluð. Það virðist hafa einhvern
óskiljanlegan imugust á þvi, að hreinleik kenningar-
innar sje haldið fram. En allmikla tilhneiging til að
lita þá menn ástarauga, sem lent liafa út í einhverja
trúarlega útúrdúra.
Steína Kirkjublaðsins gengur öll í mannúðarátt-
ina. Og margt gott og uppbyggilegt orð liefur í þá
átt talað verið. Mannúðin er göfug dyggð. En
kristindómurinn er meir en mannúð. Henni er hætt
við að koma fram í lífi margra manna eins og út-
þynntur kristindómur. Og þegar hún lyptir upp
rödd sinni gegn antikirkjulegum skoðunum, verða
opt eitthvað svo mjó í henni hljóðin, — það vantar
hinn rjetta hreim. »Hver er þetta, sem talar«, spyrja
menn. Raustina kannast menn ekki við.
Frá trúarlegu sjónarmiði er stefnan hálf, en ekki
heil. Umburðarlyndið er allt. Það á að vera krist-
indómsins æðsta dyggð, að vera hundur, sem ekki
kanu að gelta, — láta allt gott heita, — kunna að
sníða húfur, sem hverjum kolli hæfi, — vera svo
breiður, að kápan nái út yflr allt.
Þetta hefur komið fram á ýmsan hátt. Það
skildi eptir sár í hjörtum vina kirkjunnar, að Kirkju-
blaðið, sem þá var eina málgagnið, rjeðst á eina
kenning vors kristilega barnalærdóms einmitt þegar
það átti að verja hana. Þeir horfðu á það högg-
dofa, að þeim, sem bera vildu hönd fyrir höfuð
þessa atriðis barnalærdómsins, var bægt frá. En apt-
ur var einum hinum glappyrðasta vantrúarofstækis-