Aldamót - 01.01.1896, Síða 133
133
manni boðinn faðmurinn. — Eitt hið merkilegasta,
sem gjörzt hefur í heimi vorra kirkjulegu bókmennta
nýlega, var útkoma nýrrar postillu, sem að því leyti
stendur að miriu áliti töluvert fyrir neðan Kirkju-
blaðið, að höf. hennar skilur miklu síður, í hverju
sannur kristindómur er fólginn. En henni var hælt,—
hrósað, þó ritstjórian sjálfur væri svo varasarnur, að
leggja þar ekki orð í belg. Ekkert mótmælaorð
fjekk að komast þar ,að. Og seinna er tekin yfir-
lýsing inn í blaðið um, að það sje allt bull og öfgar,
sem sagt hafði verið gegn bókinni, — yftrlýsing í
fáeinum orðum að eins, gegn nafngreindum raönnum,
er stutt höfðu dóma sína með orðum bókarinnar
sjálfrar, — yfirlýsing, ber og nakin og algjörlega
órökstudd.
Og nýlega hafa teknar verið upp í Kirkjublaðið
»nokkrar smágreinir um trúar- og kirkjumál®, sem
flestum mönnum með ofurlítinn kirkjulegan smekk
munu virðast taka sig nokkuð undarlega út, — eiga
helzt hvergi heima, en allra sizt þarna. Það er vist
óhætt að segja, að það elskar enginn kristindóminn
og kirkjuna meir eptir að hafa lesið það »innlegg« en
áður, heldur þvert á móti. Þar er fullt af einum
hinum lökustu öfugmælum, er jeg hefi sjeð nokkurn
mann með öllum mjalla koma með í fullri alvöru.
Til dæmis. Sören Kierkegaard, danski snilling-
urinn og spekingurinn, einn af þeim mönnum, sem
haft hafa blessunaríkust áhrif á kirkjulegt lif á Norð-
urlöndum á þessari öld, er þarna sagður að hafa
verið »miklu öfgameiri« en Magnús Eiriksson, »og
likari háði en heilli alvöru«. Það er leitazt við að
færa þá setningu til sanns vegar, »að siðabót Lúthers
hafi kafnað í fæðingunni«, og þeir kallaðir xþröng-