Aldamót - 01.01.1896, Page 135
185
Auðvitað. Það væri undarlegt að vera dyljast
þess, eða breiða ofan yfir það. Hverjum heilskygn-
um manni liggur það í augum uppi, um leið og hann
fer að lesa blöðin. Annars vegar höfum vjer eigin-
lega síra Matthíasar kristindóm, — að eins miklu
greindari og gætnari, heflaðri og hóflegri, — kristin-
dóm í fjötrum vantrúaðs tíðaranda, sláandi sífellt úr
og i, — fölleita trú, sem orðið hefur kalt og fengið
hefur sting fyrir brjóstið. — Hins vegar kristindóm
biblíunnar og trúarjátninganna og kirkjunnar.
»Heldur þú nú ekki, að þessar stefnur nái langt
út fyrir kirkjublöðin og inn í kirkjuna íslenzku?*
Vissulega. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að þessar
stefnur hafl um langan tíma verið ríkjandi meðal
prestanna. En muna skulum við það, að Kbl. hefur
lagt mesta áherzlu einmitt á hið bezta í þeirri stefn-
unni, sem það tók sjer, — klætt hana í mildari og
mannúðlegri búning. En afneitað sjálfri sjer getur
hún ekki, Hún skín gegn um allan þorrann af því,
sem blaðið hefur til brunns að bera, — gefur því
lit —, og ýmist kímir eða grettir sig í íraman, þegar
einlægum, óbiluðum kristindómi er haldið fram.
Hún hefur verið undur varasöm í umgengni sinni í
Kbl, þessi stefna, — gengið á tánum, til þess að hafa
ekki hátt. Því hún vill komast að, verða ofan á,
læsa sig inn í hugina, svo menn viti ekki af, —
segja svo hún hafi kristnað þjóðina. En það er ekki
nema hálfur kristindómur, fínn á pappírnum hjá há-
menntuðum manni, eins og ritstjóra Kbl., en gjarnt
til að verða haldlitlum og ljótum í lífinu, þvi hann
hefur svo lítið afl til að lypta og endurfæða.
I þessu liggur hættan fyrir framtíð þjóðarvorr-
ar í kristilegu tilliti, — það er mín hjartans sann-