Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 137
137
sjer stað, þegar jeg var að alast upp á íslandi, get
jeg eigi annað en látið rajer finnast mikið til um þá
breyting, sem á þessu er orðin. Þá var kirkjan
þagnarinnar land. Það heyrðist hvorki axar- nje
hamarshljóð. Nú er þar talað ekki síður en annars-
staðar, — talað líka mest um þau efni, sem ætið
verða mannsandans hugljúfustu umhugsunarefni.
Það sneyddist nokkuð mikið, sem hinn lesandi hluti
þjóðar vorrar fengi til umhugsunar, ef þessum kirkju-
legu tímaritum væri kippt burt. En það ætti þá
líka að vera lögð sú rækt við þau af alþýðu manna,
sem þau eiga skilið. Jeg gæti helzt trúað því, að
fullt eins mikil fyrirhöfn sje höfð fyrir því, sem þar
er ritað, eins og flestu öðru, sem nú kemur út á
voru máli. Og það hefur eigi síður vekjandi hugs-
anir meðferðis en hið annað, sem ritað er.
Það er ákaflega mikill ávinningur fyrir hvert
þjóðlíf, sem er, þegar trúarinnar land hættir að vera
þagnarinnar land. Því trúarhlið anda vors er ein
allra-gróðursælasta hliðin. Það kemur hvervetna
fram í bókmenntum kirkjunnar. Þegar fjör færist 1
trúarlífið, ber það ætíð blóm í auknu kirkjulegu bók-
menntafjöri. Kirkjan má aldrei vera þagnarinnar
land. Því þagnarinnar land liggur svo nærri dauð-
ans landi. Kirkjan á að vera söngsins og ræðunn-
ar og vitnisburðarins land, — einnig í bókmennta-
legu tilliti. Meðsínu vizkunnar salti á hún að krydda
þjóðlifshugsanirnar, — beygja þær og sveigja inn á
drottins leiðir.
Þagnarland kirkjunnar er enn breitt og víð-
lent. Þar sitja margir, margir þann dag í dag þegj-
andi, sem ættu að tala, — halda sverði anda síns á
lopti.