Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 139
139
Bókraenntafjelagsins. Það er nú svo koraið, aðþetta
fjelag, sem áður var tiltölulega stórt lífsteikn í heimi
vorra fáskrúðugu bókmennta, hefur breytzt í hið
gagnstæða. Það var sú tíðin, að það hlynnti drengi-
lega að bókmenntum vorum. Og þá var sjálfsögð
skylda hvers góðs Islendings að hlynna sem bezt
að því, enda var það gjört, og það ávann sjer kærleik
þjóðarinnar. En sú tið sýnist nú að vera liðin. Forn-
fræðingarnir hafa farið með það í hundana. Ef þessu
heldur áfram, fer að verða tími til að styðja að út-
för þess og greptrun.
Það eru eigi mikil ritlaun, sem þeir menn geta
átt von á að fá, sem rithæfir eru á vora tungu.
Bókmenntafjelagið hefur ávallt borgað ofurlitil rit-
laun. Nú ganga þau auðvitað í vasa fornfræðing-
anna fyrir verk, sem ekkert bókmenntalegt gildi
hefur. Að hugsa um allt það, sem rita þyrfti um
lifsspursmálin, mannkynsins sameiginlegu umhugs-
unarefni og framfaramál, og vita, að það eru ýmsir
til þess hæfir, sem verða að brenna inni með sinn
andans auð, svo vjer fáum hans engin not. En það
verður allt ógjört, fornfræðin gleypir allt, engir aðrir
fá neina uppörfun til ritstarfa, þessi litlu ritlaun,
sem þjóðin er fær um að borga, lenda öll þar. Það
er þó i sannleika ötugt.
Jeg hefi með ánægju lesið tvær rit-
gjörðir eptir Einar Hjörleifsson, sem
Ættjarðarást. hann hefur sent sjerprentan af. —
Önnur er um ættjarðarást, og hin um
lestur bóka.
Hin fyrri er væntanleg í Andvara, hin í Tíma-