Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 142
142
þegi þú raeð þetta. Það bakar þjer óvild, það verð-
ur talað illa um þig, þú verður úthrópaður. Láttu
sem þú aldrei hafir hugsað það! — Eu vinurinn segir;
Það er enginn kærleikur til hjá þjer, ef þú talar
ekki. Þú ert þá bæði kaldur og huglaus og dauður,
ef þú hefur ekki djörfung til að bera þær hugsanir
frain, sem drottinn hefur gefið þjer og trúað þjer
fyrir.
Það held jeg hljóti að vera nokkuð
TJniversity mikil bjartsýni, að vilja fela Bók-
extension. menntafjelaginu það vandaverk, að
semja fyrirmyndar-bókaskrá, almenn-
ingi til leiðbeiningar, eins og Einar Hjörleifsson leggur
til í hinni ágætu ritgjörð sinni »Um lestur bóka«.
En látum nokkra samhenta menn af' sjálfsdáðum
koma sjer saman um, að semja slíka bókaskrá, —
þá verður það gjört, — gjört betur eu þótt einhver
hálf-opinber aðferð væri höfð. Það væri vel, að þetta
væri gjört, sjálfsagt þarflegt. En ekki er það nema
litið spor í áttina. I samband við þessa bókaskrár-
hugmynd finnst mjer ætti að setja University extens-
iow-hugmyndina ensku og amerísku. Hún er í því
innifalin, að menntaðir menn halda fyrirlestra um
sögu, bókmenntir og fagrar listir í sem flestum sveit-
um landsins. I sambandi við fyrirlesturinn nefna
þeir þær bækur, sem bezt hafa skýrt þetta sjerstaka
efni og mest eru við fólksins hæfi. Svo kaupir
lestrarfjelag sveitarinnar þessar bækur og les þær,
heldur svo samtalsfundi út af efni þeirra yfir vetur-
inn, eins opt og menn koma sjer saman um. Þannig
er hægt að leiðbeina alþýðu að því er lestur bóka