Aldamót - 01.01.1896, Síða 144
144
Það er myndarlegasta bókín, sem út
Siðfrœði hefur komið á árinu, og lang-eigu-
síra Helga legasta. Hún íærir islenzkan hug-
myndasjóndeildarhring heil-mikið út.
Bókin er mjög vandvirknislega samin og er presta-
skóla landsins til heilmikils sóma. Jeg er viss um,
að margur leikmaðurinn verður þyrstur í að lesa
hana, enda ættu þeir að gjöra það, því það eru fáar
bækur á voru máli meira menntandi efnis en þessi.
— Trúarfræði síra Helga er vonandi, að út verði
gefin áður langt líður, og tel jeg óefað, að hún mundi
verða til mikils góðs. Hún mundi ef til vill stöðva
nokkuð það los, sem er á trúarlegri hugsan manna.
Því það er allt annað að hafa prentaða bókina fyrir
sjer, heldur en að hafa fyrirlestra hans á skrifuðum
skræðum, sem aldrei er litið í. Enginn maður hetur
í rauninni unnið nútíðarkristni þjóðar vorrar eins
mikið gagn og síra Helgi heitinn. Ritverk þau,
sem eptir hann liggja, eru nú farin að verða býsna-
mörg, og þó er enn sjálfsagt töluvert óútgefið. Barna
lærdómskverið, sálmarnir hans mörgu í sálmabókinni,
kirkjusagan og nú siðfræðin eru allt fagrir minnis-
varðar um kærleika þess manns til kirkjunnar. 0g
það eru allar líkur til, að syni hans, síra Jóni Helga-
syni, sem geíið hefur út þetta síðasta ritverk eptir
föður sinn látinn, muni lánast að vinna kirkju þjóðar
vorrar annað ekki síður þýðingarmikið dagsverk, ef
drottni þóknast að gefa honum lít og heilsu.