Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 6
6 ANDRÉS BJÖRNSSON Eftir dúk og disk, 30. júní 1856, birtir svo Fædrelandet ávarp Carls Plougs til Óskars Svíakonungs, er hann flutti í konungsveizl- unni í Stokkhólmi ásamt skætingi til Berlinske Tidende, sem það kveður hafa sleppt því markverðasta úr ávarpinu (um einingu Norðurlanda). Þá birtir blaðið einnig ávarp Gríms Thomsens með þessum formála: „-----Þá flytjum vér hér, eftir sænskum blöðum, ávarp það, sem dr. G. Thomsen flutti í veizlunni í grasagarðinum í Uppsölum í þakkarskyni fyrr minni Islands, sem Carl Sáve dósent flutti.“ Avarp Gríms er svohljóðandi: „Herrar mínir! - þegar eg nú, vegna fæðingareyjar minnar og fjarstaddra samlanda hef heiðurinn af að þakka, hversu fagurlega Islands hefur verið minnzt hér, þá er mér gleðiefni að geta staðið frammi fyrir yður í þeirri fullvissu, að þetta minni var vel verðskuldað. Því vissulega á Island og Islendingar þá verðskuldan að hafa verndað fornar minjar Norðurlanda með alúð og tryggð handa nútímanum, hafa varið af umhyggju járnbeiskar upp- sprettur sögunnar, sem allir Norðurbyggjar geta bergt af heil- brigði og aíl í máli og athöfnum. En, herrar mínir, það er ekki undarlegt, þó að vér, sem höfðum tækifæri til og skilyrði, gættum þessara minja tryggilega, því að þær eru reyndar beztu og göfug- ustu gersemar Norðurlanda. Meðal þeirra fremstu eru þær minn- ingar, sem tengjast sögustaðnum, þar sem nú stend eg. Hér var sá Uppsalaauður saman kominn, sem var jafnfrægur í fornöld Norðurlanda og Delfi í Grikklandi; hér blómgaðist ágætasta kynkvísl landsins, ætt Ynglinga, og greinar hennar breiddust vfir Noreg og yfir Danmörku, og hér stráði Hrólfur kraki gulli því á Fýrisvöllu, sem ennþá glóir í sögu og söngvum. En, herrar mínir, þegar eg sný aftur til fæðingarevjar minnar, þá get eg sagt löndum mínum, - sem allir munu öfunda mig af þeirri heppni að hafa fengið að standa í þessum sporum, - að Uppsalaauður sé enn á sínum stað, það er að segja dýrgripir þeir, sem geymast í ódauðlegum ritum Linnes og Gejers, að enn búi í Uppsölum ætt Ynglinga, sem aldrei muni deyja út, og í stað hins illa gulls, sem Hrólfur kraki stráði á Fýrisvöllu, finni menn nú hið hreina gull gestrisninnar og einlægninnar. Mér leyfist því, svni þessarar fornlegu eyjar, sem verða mun fornleg, unz hið gamla verður aftur nýtt, að mæla fvrir minni elzta staðar Norðurlanda og gestrisnum íbúum hans. Lifi Uppsalir og Uppsalabúar!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.