Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 14
14 ANDRÉS BJÖRNSSON Þetta er síðasta bréfið, sem séð verður að farið hafi milli þeirra Gríms Thomsens og Carls Sáve, svo að ekki er frekar vitað um margumtalað Islandskort né hvernig málin þróuðust í Uppsölum. í bréfum, sem gengu á milli Carls Sáve og N.M. Petersens prófessors í Kaupmannahöfn, kunningja Gríms, er hans þó getið þrisvar, síðast í bréfi frá Sáve 1859 (22. maí). Þá er hann að sækja um embætti við háskólann; keppinautur hans nefnist Uppström. Vill Sáve láta skrifa í Fædrelandet um samkeppnisritgerðir þeirra og Segir í bréfi sínu: „-----Ef þú hefur ekki tíma til að skrifa umsögn, þá veiztu kannski af einhverjum Islendingi, sem gæti það? Kannski Grímur Thomsen, hann er gamall kunningi minn, eða einhver annar? en undirritað fullu nafni!!“ Viku síðar (29. maí) skrifar N.M. Petersen Sáve: „-----Skáldskaparmála-kvæði Uppströms hef eg ásamt bréfi þínu sent Grími Thomsen og vænti eg, að umsögn frá honum komi svo fljótt sem auðið verður í Fædrelandet með nafni. Eg hef þannig gert það, sem eg get í bili. [Guðbrandur] Vigfússon sagði, að hann ætlaði líka að skrifa þér um grein Uppströms. Liföu heill og hress.“ Útgefandi bréfanna kveðst ekki hafa fundið grein Gríms í Fædrelandet, enda hefur hún líklega aldrei verið rituð. Glansinn getur máðst af hinum mestu gleðihátíðum á skemmri tíma en þremur árum hjá þeim, sem lifa fjölskrúðugu lífi og tilbreytinga- ríku. Draumurinn um íslenzkan kennslustól í Uppsölum hefur að líkindum dofnað, nýir vinir og viðfangsefni tekið við af öðrum eldri. Einmitt um þetta leyti var í uppsiglingu í Danmörku ný ríkisstjórn, sem Grímur Thomsen mun hafa vænt sér mikils af, þar sem vinur hans Blixen-Finnecke barón veitti forstöðu utanríkis- ráðuneytinu og haföi að því er virðist Grím mjög með í ráðum um undirbúning og skipun manna í embætti, svo að hann hefur að líkindum haft í mörg horn að líta um þessar mundir. Eftir yfirlýsingu íslenzku stúdentanna ritaði Repp nokkrum dögum seinna (8. des. 1856) dálitla framhaldsgrein í Flyve-Posten, þar sem hann telur stúdentana óbeinlínis hafa staðfest, að þessi maður (hér nefnir hann Grím með nafni, en aldrei í fyrri grein sinni) hafi athafnað sig í nafni landa sinna án umboðs þeirra. Hann vekur sérlega athygli á undirritun Oddgeirs Stephensens og kveðst ekki láta sér detta í hug, að tuttugu og fimm Islendingar heföu með fullum vilja staðfesta það, sem þeir vissu vera svik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.