Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 17
TVENNAR SMÍÐALÝSINGAR 17 inu efni í þessa djörfu og stórbrotnu samlíkingu. En hún sýnir einnig, að Snorra þótti mikið hár fagurt, og hann hefur því skilið vel reiði Pórs yfir hrekkjarbragði Loka að klippa allt hárið af Sif. í stað þess að berja í honum hvert bein, lætur Þór Loka sverja þess, „at hann skal fá af Svartálfum, at þeir skulu gera afgulli Siíju hadd þann, er svá skal vaxa sem annat hár.“ En þá er það, að Loki snýr sér til Ivalda sona, „ok gerðu þeir haddinn ok Skíðblaðni ok geirinn, er Oðinn átti, er Gungnir heitir“, eins og fyrr er að vikið. „Þá veðjaði Loki höíði sínu við þann dverg, er Brokkr heitir, hvárt bróðir hans Sindri myndi gera jafngóða gripi þrjá sem þessir váru. En er þeir kómu til smiðju, þá lagði Sindri svínskinn í aflinn ok bað blása Brokk ok létta eigi fyrr en hann tæki þat ór aflinum, er hann hafði í lagt. En þegar er hann var genginn ór smiðjunni, en hinn blés, þá settist fluga ein á hönd honum ok kroppaði, en hann blés sem áðr, þar til er smiðrinn tók ór aflinum, ok var þat göltr, ok var burstin ór gulli. Því næst lagði hann í aflinn gull ok bað hann blása ok hætta eigi fyrr blæstrinum en hann kæmi aftr. Gekk hann á braut. En þá kom flugan ok settist á háls honum ok kroppaði nú hálfu fastara en áðr, en hann blés, þar til er smiðrinn tók ór aflinum gullhring þann, er Draupnir heitir. Þá lagði hann járn í aílinn ok bað hann blása ok sagði, at ónýtt myndi verða, ef blástrinn felli. Þá settist flugan milli augna honum ok kroppaði hvarmana, en er blóðit fell í augun, svá at hann sá ekki, þá greip hann til hendinni sem skjótast, meðan belgrinn lagðist niðr, ok sveipði af sér flugunni, ok þá kom þar smiðrinn ok sagði, at nú lagði nær, at allt mvndi ónýtast, er í aflinum var. Þá tók hann ór aflinum hamar. Fekk hann þá alla gripina í hendr bróður sínum Brokk ok bað hann fara með til Asgarðs ok leysa veðjunina." Við skulum, áður en lengra er farið, líta nokkru nánara á þessa sérstæðu frásögn og hugleiða, hvern lærdóm megi af henni draga. Eða vill ekki Snorri með henni sýna, að ekkert verk, sem nokkurs er um vert, verði unnið án þess að verkamaðurinn einbeiti sér að því og láti enga aðvífandi flugu, hversu fast sem hún kroppar, hrekja sig frá verki, fyrr en því er farsællega lokið. Þegar flugan var aðgangshörðust og minnstu munaði, „at allt myndi ónýtast, er í aflinum var“, tók smiðurinn, sjáum við, úr honum einmitt þann gripinn, er beztur þótti af þeim öllum. Segja má, að önnur frásögn Snorra, í 59. kapítula Egils sögu, minni með nokkrum hætti á umrædda frásögn. En þar segir frá því, er Egill orti Höfuðlausn. Ég tek til þar sem þeir Arinbjörn hersir og Egill sitja í garði Arinbjarnar og ræða um þetta mál. 2

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.