Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 20

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 20
20 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Lifa ætla ek mér langan aldr, þóttú hætir hamri mér; Þór kvað: Þegi þú, rög vættr, þér skal minn þrúðhamarr, Mjöllnir, mál fyrnema. Hrungnis bani mun þér í hel koma fyr nágrindr neðan. Loki kvað: Kvað ek fyr ásum, kvað ek fyr ása sonum, þats mik hvatti hugr; en fyr þér einum mun ek út ganga, því at ek veit, at þú vegr. Þegar dómur um gripina hafði verið felldur, „bauð Loki at leysa höfuð sitt, en dvergrinn sagði, at þess var engi ván. „Taktu mik þá,“ kvað Loki, en er hann vildi taka hann, þá var hann víðs fjarri. Loki átti skúa þá, er hann rann á loft ok lög. Þá bað dvergrinn Þór, at hann skyldi taka hann, en hann gerði svá. Þá vildi dvergrinn höggva höfuð hans, en Loki sagði, at hann átti höfuðit, en eigi hálsinn. Þá tók dvergrinn þveng ok kníf ok vill rifa saman munninn, en knífrinn beit ekki. Þá mælti hann, at betri væri þar alr bróður hans, en jafnskjótt sem hann nefndi hann, þá var þar alrinn, ok beit hann varrarnar. Rifaði hann saman varrarnar, ok reif Loki úr æsunum. Sá þvengr, er muðrinn Loka var saman rifaðr, heitir Vartari.“ Úr því að Loki fékk ekki leyst höfuð sitt og honum tókst síðar að stöðva höggið, er höggva átti af honum höfuðið, vildi dvergurinn að minnsta kosti rifa saman munninn Loka. En þvengurinn Vartari hélt ekki lengi, því að Loki reif jafnharðan úr æsunum. 2. Afsmíði Ormsins langa. Sú hending, að Snorri skuli segja lýti á hamrinum, sjálfum bezta gripnum, eins og áður er að vikið, bendir ósjálfrátt á aðra merka smíðasögu hans, sem hér verður að lokum rifjuð upp. Hún er í 88. kapítula Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu og er svohljóð- andi:

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.