Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 29

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 29
TIL WILLARDS FISKES 29 slökkva eld í assureruðum húsum bæjarins að æfa sig við læk þann, sem rennur fyrir neðan skólann, og stóðu margir skólapiltar hinumegin. Þeim þótti leiðinlegt að sjá þá þar í friði og skvettu vatni á þá úr fötum, en við stukkum yfirum og börðum sprautu- stjórana, síðan heíir verið eilífur fjandskapur milli okkar og borgaranna. Þetta bréf vona ég að hitti yður í Berlín, en ef þér verðið farinn, þá að félagar yðar færi yður það, og ætla ég nú að hætta, því allar fréttir skrifa hinir yður. Yðar einlægur vinur E. Benediktsson Reykjavík, 22. rnarz 1880. Góði hr. prófessor Fiske! Ég þakka yður innilega fyrir bréf yðar til mín og sömuleiðis bókina, sem ég ætla nú að lesa til þess að æfa mig í hinni ensku tungu. Ég skrifa yður þessar fáu línur til þess að láta yður sjá það, að ég hafi verið lifandi 22. marz; en ekki geta þær orðið langar, því fyrst og fremst er lítill tíminn, og svo er ég hálflasinn og verð að skrifa það í rúminu- Héðan er fátt í fréttum að skrifa, nema það, að nú er farin að batna tíðin og komið mjög gott veður; hér er farin að koma kvefs. og í sumum lungnabólga, sjálfsagt af veðurbreytingunni. Við fáum á morgun páskafríið og helzt það í viku til hálfsmánað- ar, við hyggjum gott til þess að skemmta okkur, ef gott verður veðrið. Þar á eftir kemur 8. apríl (fæðingardagur konungs) og er hann ætíð helgur haldinn. Þá er í skólanum bæði dansleikur og drykkja, sem við köllum „ball“ og „rall“, og er þá oft glatt á hjalla; til þessa er okkur veittur 100 kr. styrkur úr landsjóði. Mjög þætti mér gott og skemmtilegt að fá myndir af amerík- önskum stúlkum, til þess að ég geti séð, hvað þær eru fallegar; þó trúi ég ekki, að þær séu fallegri en hinar íslenzku, þó þær búi norðarlega á hnettinum.- Nú eigum við ekki nema 114 mánuð eftir af skólatímanum, það er að segja sem við erum í tímum á, og hlakka ég mjög til þess að fara norður. Við verðum að fara landveg, því gufuskipið fer 5 dögum áður en skóla er sagt upp. Þá er gaman að ríða yfir djúpar

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.