Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 33

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 33
til willards fiskes 33 Roma, 12. nóv. 1903. Kæri prófessor Fiske, Eg var fyrir nokkrum dögum í Florence á leiðinni hingað með viðkomu í nokkrum borgum á Ítalíu. Eg stanzaði aðeins tvo daga í Florence, en varði tíma mínum til að skoða allt, sem ég mögulega gat og er nú ekki undrandi, að allir, sem borgina hafa séð, skuli lofa hana svona einum rómi. Ég hringdi frá hóteli mínu (,,Mínerva“) upp í hús yðar og þótti mjög leitt að heyra, að þér væruð að heiman. Mér hefði verið sönn ánægja af því að heimsækja villu yðar og hitta yður heima fyrir. Ég get nú aðeins sent yður beztu óskir í von um að sjá yður á heimili mínu í Reykjavík. Vinur yðar, ameríski bankamaðurinn, er ég hitti í Stokkhólmi, sagði mér, að þér hefðuð ákveðið að koma til íslands næsta ár, og ég treysti því og hef skrifað konu minni um það. Ég hef hrifizt meira en orð fá lýst af hinni eilífu borg .listanna, sem þér hafið kosið yður að búa í. Ég gekk allan þann tíma, sem ég hafði til umráða, um tvö helztu listasöfnin og reyndi að drekka í mig á þessum nauma tíma eins mikið og ég gat af þeirri hreinu og upphöfnu fegurð meistaraverkanna, sem hér standa í hrönnum í slíkri gnótt, að yfir mann gengur- Ég ætla mér að skrifa ljóðaflokk um sitthvað það, er ég hef séð á Ítalíu, og takist mér það, leyfi ég mér að senda yður eintak, svo að þér megið sjá, hvað mér býr í hug og ég fæ ekki lýst í óbundnu máli. Af öllum þeim myndum, er ég sá í Florence, held ég að Cleopatra eftir Guido Reni hafi fengið mest á mig í sínum tigna einfaldleik. Mér sýnist herra Reni hafi málað andlit Cleopötru líkt og andlit Maríu meyjar (Madonnu) í Vaticaninu og þar hafi hann líka farið rétt að, Das ewig Weibliche (hið eilífa kvenlega) er alltaf hið sama, °g öll lönd og allir tímar eiga sínar höfuðpersónur. Cleopatra var vissulega ein slík í miklu landi og á stórbrotnum tíma. Eg vil ekki þreyta yður með því að rita langt mál um allt þetta, en vonast til að senda yður mínar beztu hugsanir í sínum bezta búningi („optima forma“) einhvern daginn. Ég er á kvöldin að fella ljóð mín í skorður, og því meira sem ég sé af evrópskri menningu, því betur skynja ég yfnburði íslenzkrar tungu yfir önnur þau hugsunartæki, er ég þekki. Ég vildi óska, að við Islendingar þekktum mál okkar betur, hinn djúpa vísdómsanda þess og höfðinglegan glæsileik. Við hljótum að vona, að eftirkom- 3

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.