Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 36

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 36
36 NANNA ÓLAFSDÓTTIR Frá Háagerði var sjórinn stundaður af kappi, fiskveiðar og hákarlaveiðar, ekki síður en landbúnaðurinn. Bæ sinn húsaði afinn ágætlega, því að hann var smiður góður. Hagleikur hans og smekkvísi lýsti sér í öllu utan bæjar og innan. Ársaltír eða sparlök Guðríðar húsfreyju í Háagerði léku í hval- beinshringjum, sem eiginmaðurinn hafði smíðað af miklum hag- leik. Þannig var margt fleira innanstokks. Sagðist Halldóra hefði viljað eignast eitthvað af þessum smíðisgripum til minningar um listfengi afa síns. Börnin í Háagerði urðu alls 13, og um þau segir Halldóra Bjarnadóttir, að þau hafi öll komist til fullorðinsára. Urðu þau öll vel að manni, dugandi bændafólk. Pau voru heilsugóð og náðu liáum aldri. Sjálfstæð urðu þau og vel efnum búin. Þetta segir mikið um heimilið og stjórn þess. Lífsskilyrði foreldranna í uppvextinum voru harla ólík að dómi Halldóru Bjarnadóttur. Annars vegar nýbýli á útkjálka í harðbýlli sveit, mikil ómegð, barátta upp á líf og dauða, ef maður átti að lifa sjálfstæðu og mannsæmandi menningarlífi, hins vegar velmegun, heimilið standandi á gömlum merg, lífið létt, sveitin gjöful. Þetta hafði líka sín áhrif, þegar unga konan utan af Strönd settist í sæti húsfreyju í Ási. Halldóra heldur, að stórlæti Vatnsdælinga hafi frá upphafi „komið óþægilega við skap“ móður sinnar, „sem var sjálfstæð í hugsun og ágætlega vel viti borin, en dul og fámálug". Halldóra veitti því eftirtekt, þó að ung væri, að lítt var tekið tillit til álits móður hennar í umræðum og heldur kuldaleg svörin. Slíka lítilsvirðingu þoldi hún ekki, og þegar Halldóra var 9 ára, sagði hún skilið við mann og bú (sem nú var Hof í Vatnsdal) og þær mæðgur héldu suður til Reykjavíkur á vit þeirra góðu hjóna Jóns Árnasonar og konu hans, Katrínar Þorvaldsdóttur frá Hrappsey. Þar áttu þær svo heima í nokkur ár. En faðir Halldóru, Bjarni Jónasson, fór sama ár til Vesturheims, kvæntist þar konu úr Húnavatnssýslu, Þórunni Magnúsdóttur frá Steiná í Svartárdal. Halldóra saknaði pabba síns og hlýjunnar frá honum. Þau feðgin- in skrifuðust á, meðan hann lifði (hann dó 1930), og hann styrkti hana nokkuð á erfiðum tímum við námið í Noregi. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, sem upp komust og fengu allar góða menntun og giftust vestra. Tvær þeirra hafa komið til Islands. Halldóra heimsótti þær allar árið, sem hún var þar í boði Vestur- íslendinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.