Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 39
HAI.LDÓRA BJARNADÓTTIR
39
hefja nám. Allir urðu þeir forystumenn þjóðar sinnar. í Kaup-
mannahöfn var Halldóra hjá Þorvaldi Thoroddsen og frú Þóru
Pétursdóttur, og þar bættist í hópinn gamall kunningi, Sigfús
Blöndal. Ungu mennirnir frá Vestu kynntu Halldóru dýrð Kaup-
mannahafnar. Var svo haldið til Noregs eftir nokkurra daga dvöl.
Ólafla Jóhannsdóttir hafði útvegað Halldóru vist á Heimili fyrir
ungar stúlkur. Þar var henni ráðlagt að sækja námskeið ti 1 undir-
búnings Kennaraskólanum. Fjöldi fólks úr öllum áttum, karlar og
konur, sóttu þennan skóla. Þar hafði aldrei verið Islendingur.
Halldóru var vel tekið og hún fljót að átta sig á hlutunum og að
samlagast skólafélögunum.
Henni gekk vel námið, og hún gat innritast í Kennaraskólann
næsta vetur. Eins og hún orðar það: „Móðir mín seldi jarðarparta
sína, góðir vinir lánuðu peninga og faðir minn í Ameríku hljóp
undir bagga. Oft var þröngt í búi. Aldrei svalt maður þó, en langan
tíma tók það að losna úr skuldunum“ (Ævisagan, 77).
Þá hófst námið í Kennaraskólanum, og lauk Halldóra skólanum
með góðu prófi 1899. Hún var félagslvnd, og norsku skólasystkin-
in buðu henni með í ferðir um norsku skógana vetur og sumur.
Hún naut lífsins, hvarflaði meir að segja að henni að gerast
stórbóndakona í Noregi. „En hvaða vit var í því, kunnandi ekkert
sem þurfti.“ Annað kom og til, hún var „skuldum vafin“ og heim
hlaut hún að fara.
Á þessum tíma voru örfáir með fullgilt kennarapróf, og þegar
hún sótti um stöðu við Barnaskóla Reykjavíkur, voru þar aðeins
tveir með prófi, skólastjórinn Morten Hansen og Sigurður
Jónsson, sem síðar varð skólastjóri. Þeir einir höfðu fastar stöður.
Halldóra var ráðin upp á tímakaup þetta fyrsta ár og hóf
kennslu af bjartsýni og ákveðin í að innleiða smátt og smátt
ýmislegt í kennsluaðferðum, umgengni við börnin og því um líkt,
sem hún áleit best hæfa hér og hún hafði kynnst í náminu í Noregi.
Þetta tókst vel, börnin voru námfús, kennslan gekk vel og Halldóra
ákaflega ánægð. Samstarfið við kennarana var gott. Þennan sama
vetur kenndi hún einnig kristinfræði og landafræði í Kvennaskól-
anum hjá Thoru Melsteð. Einnig þar beitti hún nýjum aðferðum
við kennsluna, fór með stúlkurnar í landafræðitímunum og skoð-
aði umhverfi bæjarins og lét þær teikna það o.fl. o.fl. Þetta var
vinsælt.
Kaupið var sama og í Barnaskólanum, 35 aurar á tímann. Þessi
dýrð stóð ekki lengi. Halldóra var óánægð með kaupið, vildi fá fast