Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 43
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR 43 með orðum ömmubróður síns, ísleifs assessors á Brekku: „Skarp- héðinn og postulinn Páll, það eru mínir menn.“ Islendingasögurn- ar voru mikið lesnar, en engum sögum fer af Nýja-Testamentun- um. Skólanum var svo ætluð nokkur upphæð úr bæjarsjóði til bókakaupa. í ævisögunni segir Halldóra Bjarnadóttir: „Islendingar voru íljótir að úrskurða börn „hálfvita“, sem eru eitthvað frábrugðin, vilja skipta sér sem minnst af þeim, láta þau sigla sinn sjó. - Eg vildi ekki viðurkenna þetta álit. Við útveguðum þeim sérkennslu. Eftir að ég lét af skólastjórn, tók ég nokkur slík börn til kennslu. Treggáfuðu og viljalitlu börnin eiga heimtingu á, að ekki sé minni rækt lögð við þau en hin börnin. Olnbogabörnin eru engum góðum skóla samboðin. Við áttum í handavinnu hið besta ráð fyrir börn, sem stríddu við leti og leiðindi og áttu í basli við námið með litlum námshæfileikum. Þau voru oft vel hæf til verklegra starfa og höíðu af þeim hið mesta yndi. Söngurinn gerði sitt til að laða þessi börn að skólastarfinu." Halldóra kom upp trjáreit í brekkunni fyrir ofan skólann og gróðursettu skólabörnin þar haust og vor. Eitt vorið ætlaði Hall- dóra að senda börnin eftir hrossataði að bera að trjánum. En þá kom hljóð úr horni, „ekki mátti íþyngja börnunum! segir Hulda Stefánsdóttir „rétt eins og þeim hafi aldrei verið boðið meira!“ Halldóra mátti láta í minni pokann. Á vorin fengu börnin nokkuð af blómafræi sem Ræktunarfélag Norðurlands (undir stjórn Stefáns skólameistara) lét þeim í té, og var það börnunum til hinnar mestu ánægju. Halldóra skólastýra hélt litlujól síðasta daginn fyrir jólafrí (það var þá óþekkt hérlendis). Þá logaði á tveim kertum hjá hverju barni og í stjökum sem börnin höfðu sjálf mótað. Börnin gengu svo inn í skrúðgöngu, full undrunar og gleði. Jólaguðspjallið var lesið, og börnin gengu síðan í hring kringum ljósin, meðan þau voru að brenna, og sungu jólasálma. Þessi siður varð ákaflega vinsæll og breiddist út um landið til annarra skóla á undraskömm- um tíma. Börnin sóttu námið ágætlega, og áleit Halldóra þau ná eins góðum árangri með 7 mánaða námi og börn í Noregi með 10 mánaða. Þau voru ekki skólaþreytt, komu hraust og glöð frá verklegu starfi. Á vorin voru þau látin taka þátt í garðavinnu o.fl., heimaslátruninni á haustin með fullu samþvkki skólanefndar og skólastjóra, þótt skólaseta yrði nokkru styttri.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.