Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 44

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 44
44 NANNA ÓLAFSDÓTTIR Barnaskólinn haíBi verið reistur nákvæmlega mitt á milli Odd- eyrarinnar og Innbæjarins, sem þá voru „pólar bæjarins, og illfært á milli bæði í veraldlegum og andlegum skilningi, og var skólanum valinn þarna staður til að setja niður deilur, sem risu um staðarval- ið.“ Barnaskólinn var ekki álitlegt hús, en sterklegt, hlýtt og vistlegt (4 kennslustofur, börnin þessi árin 120-150). Skólahúsið var mikið notað, stundum tví- og þrísett í stofurnar, auk kvöldskóla- halds iðnaðarmanna, og þá var það ráð tekið að skylda nemendur að hafa inniskó og kennara að hafa skóhlífar. Þetta „þótti dæma- laust prjál og vitleysa“ (Aldís Einarsdóttir á Stokkahlöðum). Ragn- heiður O. Björnsson bendir hins vegar á það, að fátækt hafi á þessum árum verið fjarska mikil hjá öllum almenning-i. Undirrituð spyr: Hvað með íslenska sauðskinnskó til skiptanna? Var dýrt að afla þeirra? Miðað við allt það langvarandi fjaðrafok, sem þetta olli, er sú spurning ekki út í hött. Heilsufar mun betra segir þar og þess að gæta, „að á þessum árum var ekki nokkur stéttarspotti til í bænum og götunum misjafnlega vel viðhaldið, svo að ekki sé meira sagt“. Og Halldóra bætir við með svolitlum broddi. „Það er ekki frítt við, að þessi tilhögun um skóskiptin hafi breiðst út víða um land frá Akureyri“ (Skólaskýrsla 1908—18). Kennarar höfðu lengi vel vikulega fundi með sér í boði og heima hjá forstöðukonu. Seinna urðu þeir hálfsmánaðarlega. Hún hafði framan af nokkrar beinar kennsluæfingar í námsgreinum og gerði grein fyrir nýjum aðferðum við kennslu, einkum í reikningi, landafræði, íslensku og handavinnu. Einnig nýjum hugmyndum í umgengni við börnin (Skólaskýrslan). Lárus Rist var kennari í leikfimi, útlærður frá Kaupmannahöfn „og þekktur að því að geta haft endaskipti á sjálfum sér, þegar því væri að skipta“. Hann lofar hina miklu kunnáttu, þekkingu og leikni Halldóru í kennarafræðum og kennsluaðferðum. Hann telur hina vikulegu fundi hafa verið nokkurs konar framhalds- kennaraskóla fyrir þá, sem voru hjá henni þessi kvöld. Hann álítur, að Halldóra Bjarnadóttir hafi ekki einungis lagt grundvöll- inn að skólamenningunni nyrðra þann áratug, sem hún stýrði Barnaskólanum, heldur hafi hún um leið verið að leggja grund- völlinn að skólamálum þjóðarinnar í heild (Ævisagan, 136-137). Sambandi milli heimila og skóla var komið á, og skýrðist þá margt, sem hafði valdið misskilningi. Framan af heimsóttu kenn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.