Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 47

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 47
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR 47 vinnan við skólastjóra, séra Magnús Helgason, hin ákjósanlegasta og nemendur fullorðið, þroskað fólk. Allt lék í lyndi, kennslan fjölbreytt, allt kapp var lagt á íslenska, þjóðlega handavinnu. Hún reyndi að kenna allt sem hún k.unni og setti upp að nemendur kenndu sér allir eitthvað. Hún fylgdist síðan með góðum árangri af þessari kennslu, því að seinna útvegaði hún mörgum þessara nemenda sinna efni til handavinnunnar. Vegna þess hve vel Halldóra fylgdist með öllu sem var að gerast á Norðurlöndum í fagi sínu, útvegaði hún safn af skólahanda- vinnu barna frá öllum Norðurlöndum og bauð skólanefnd og kennurum að skoða safnið og skoraði á skólanefnd að innleiða hagnýta handavinnu í skóla sína og gefa börnunum efnið í skyldustykkin. Þetta var samþykkt, og þakkar Halldóra það Aðal- björgu Sigurðardóttur sem þá var í skólanefnd. Þetta var svo starfrækt á þennan hátt. Arsritib Hlín Samband norðlenskra kvenna var stofnað 1914, og var Halldóra kosin formaður, hún hafði líka átt uppástunguna um Sambandið. í því voru kvenfélögin í Húnavatns-, Skagafjarðar-, Evjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Fljótlega var farið að gæla við hugmyndina um málgagn, jafnvel þegar á stofnfundi. En ekkert varð úr framkvæmdum. Á þriðja ársfundi, 1916, var enn skorað á stjórnina að hefjast handa, og tók Halldóra þá að sér að gera tilraun með ákveðnum skilyrðum: Að konur öíluðu ritinu áskrifenda, tækju ekki sölulaun og stæðu vel í skilum. Þessu var vel tekið og efnt dyggilega. Þegar þetta var fært í letur, 1960, var elsta sölukona Hlínar, María Andrésdóttir í Stykkishólmi, systir þeirra Olínu og Herdísar skáldkvenna, nýlega 100 ára gömul og lét sig ekki muna um „að selja ritið ennþá í kringum sig í Hólminum“. Allan tímann hefur Hlín birt greinar um heimilisiðnað, heilbrigðismál og þá hreinlæt- ishætti innan- og utanbæjar, garðyrkju, uppeldismál, réttindamál kvenna, skáldskap kvenna, og raunar ýmislegt um og eftir karla líka, leiðbeiningar um ýmis nauðsynjamál og yfirleitt allt, sem á einn eða annan hátt hefur getað stutt að eflingu heimilanna og þjóðrækni umfram allt. Halldóra sá ekki eftir því að taka þetta útgáfustarf að sér. Sem tengiliður hennar við landslýðinn var hún ómetanleg. I öllum þeim sæg bréfa sem greinarhöfundur hefur lesið, er aldrei styggð- aryrði um Hlín, hún er allstaðar og alltaf aufúsgestur. Lesmál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.