Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 48

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 48
48 NANNA ÓLAFSDÓTTIR hefur sjálfsagt framan af verið af skornum skammti út um landið, og einangrun mikil furðu lengi. En það skýrir ekki hinar einstæðu vinsældir sem Hlín naut. Upplagið komst upp í sex þúsund eintök og var það til loka. Fastir kaupendur á sjötta þúsund og útsölu- menn fjögur hundruð. Halldóra greinir frá því að hún hafi sent mörgum ritið ókeypis, bæði innan lands og utan. Aðeins Almanak þjóðvinafélagsins náði álíka upplagi. Hlín var ódýrari en nokkur önnur bók útgefin á sama tíma. Fyrstu 10 árin (hún hóf göngu sína 1917) kostaði hún eina krónu og var fimm arkir að stærð. Þá bauð Halldóra áskrifendum ritið áfram á sama verði, en stækkað upp í 10 arkir, ef þeir tvöfölduðu áskrifendatöluna og stóð svo næstu 10 ár. Og alla tíð síðan var verðið í lágmarki. Þráfaldlega láta kaupendur í ljósi undrun yfir lága verðinu, en sem aðrir vissi Halldóra að konur höfðu úr litlu að spila og til þeirra vildi hún ná. Hún gaf út Hlín yfir fjóra áratugi, síðast kom hún út 1967. „Ull er þjóðargull“ skrifaði Halldóra í grein upp úr 1930. Heimilisiðnaður varð efst á blaði í Hlín vegna starfs ritstjórans sem ráðunautur landsmanna (1924—1957) í þeim efnum. A þeim tíma sem Halldóra var við nám í Noregi var mikill áhugi hvarvetna á Norðurlöndum að efla heimilisiðnaðinn, og hún áttaði sig fljótt á því eftir að heim kom að ekki var þörfin minni hér. Hún skrifaði grein í Tímann um þá nauðsyn að endurlífga heimilisiðnaðinn (með hliðsjón af reynslunni í Noregi). Heimilis- iðnaðarfélag íslands gaf hana út sérprentaða 1919 (Framtíð heimilisiðnaðarins á íslandi) sem verðlaunarit. Var þetta góð hugvekja fyrir almenning og yfirvöld. Síðan átti Halldóra mestan þátt í að endurvekja hinn garnla heimilisiðnað og gæða nýju lífi. Það var ekki bara verið að bjarga nytsamri iðn frá að deyja út, heimilisiðnaðurinn var stórfellt búsílag eins og á stóð, svo sem sjá má affjölda bréfa til Halldóru. Sjálf fór hún óteljandi ferðir um landið, efndi til námskeiða og fiutti erindi og hélt sýningar á úrvals tóvinnu. Einnig fór hún um öll Norðurlönd mörgum sinnum og hafði þar sýningar og kvnnti íslensku ullina. Við samanburð hlaut íslenska ullin þann dóm að vera besta tóskaparull á Norðurlöndum. Og þá er vert að geta ferðarinnar vestur um haf í boði Vestur- íslendinga, ársferðar, þar sem hún hafði 50 sýningar um þver og endilöng Bandaríkin, auk Kanada.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.