Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 53
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR 53 Pegar Halldóra hætd Tóvinnuskólanum, þá var hún 82 ára. Þá var verið að byggja Héraðshælið á Blönduósi. Hún lagði inn 10 000 krónur í bygginguna gegn því, að hún fengi herbergi þar og eina skilyrðið, að settur væri arinn í dagstofuna hjá gamla fólkinu. Pað fylgdi gömlu fólki oft svo vond lykt, og þess vegna þyrfti að vera trekkur eða lifandi eldur. Hún gaf líka í sérstakan arinsjóð, og arinninn komst upp. Fyrst vildi hún láta jarða sig á Blönduósi. Tveim árum seinna sagði hún við Huldu Stefánsdóttur, að hún væri hætt við það. Hún vilji heldur vera í kirkjugarðinum á Akureyri, þar sé svo miklu skemmtilegra fólk: séra Matthías, Stefán faðir Huldu og Guðlaug- ur sýslumaður! Velgengni Halldóru Bjarnadóttur á námsárunum í Noregi, að ekki sé minnst á augljósa færni sem kennari, þegar hún snýr aftur til Noregs eftir reynsluna í Reykjavík. Og einnig þar, sem haldið er opinni stöðu hennar við skólann í Moss, þegar hún hyggur á heimferð 1908, sýnir, hve mikils hún er metin í hópi fagfólks. Skólaskýrslurnar, sem hún birtir á prenti eftir að heim kemur, hljóta að hafa verið lærdómur fyrir kennarastéttina hvað þá yfirvöld, að ekki sé talað um almenning. Ymsar nýjungar, sem hún kom með, þóttu óþarfar á Akureyri og sjálfsagt víðar og jafnvel óskiljanlegt dekur við krakka, því að það þótti ekki vandgert við börn nokkuð lengi fram eftir öldinni. Pað er ekki á færi greinarhöfundar að meta starf Halldóru Bjarnadóttur frá hinni faglegu hlið. Frá leikmanns sjónarhóli hefur hún algera sérstöðu í íslensku þjóðlífi að sínu leyti eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínu sviði. Pessar tvær konur brjóta í blað í lífi íslendinga hvor á sínum vettvangi, Bríet ryður braut mann- réttindum konum til handa, Halldóra börnunum til handa. Halldóra kemur á „mannúðlegra stjórnarfari“ í barnaskólanum með hliðsjón af nýjum kenningum í uppeldi og sálfræði (hún segir raunar, að íslendingar virðist ekki þekkja hvað átt sé við með uppeldi og þar af komi einmitt agaleysið). Skýrslan hennar um Akureyrarskólann frá 1921 (eftir uppsögnina 1918) er náma af upplýsingum og leiðbeiningum, auðvitað nýjum af nálinni sumum hverjum, um umgengni við börnin og afstöðu skólans til þeirra þ.e. skyldum og ábyrgð á velferð ungviðisins. Við heit sitt í upphafi síns langa starfsferils að vinna Islandi allt stóð hún fullkomlega.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.