Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 55
Úr bréfum til Halldóru Bjarnadóttur Nanna Olafsdóttir bjó tilprentunar Geirólfsstöðum (Skriðdalshr., S.-Múl.), 29. maí 1932 Bréf frá Jónínu Benediktsdóttur Svo var það um handavinnu barnanna, sem þér báðuð okkur að hlutast til um. Eg færði það í tal við kennarann og bað hann að hafa áhrif á heimilin, og hafði hann áreiðanlega gert það, því til prófs komu 25 börn og 46 sýningarmunir. Pótti sýningin mjög lagleg, og sum börnin höfðu gert mikið, en sum ekki neitt, svo þetta skiptist ekki hlutfallslega jafnt. Eg hef nú skýrslu yfir þetta, ef þér kærið yður nokkuð um það svo nákvæmt. Annars var vinnan mest úr ull, hekl og prjón, ofurlítið útsaumur, drengirnir höfðu smíðað kassa og búið til kústahausa úr hrosshári. Ég held mér sé óhætt að segja, að víðast hafi þessu verið vel tekið, og vakið áhuga hjá börnunum að sýna sem mest, sum 8 ára börnin höfðu hvað mest, enda rninnst heimtað afþeim afbóklegu námi. (Lindarbrekku), Borgarfirði (eystra), 12.12.1935 Bréffrá Guðnýju Þorsteinsdóttur Fröken Halldóra Bjarnadóttir. Hvert hlýlegt orð mig hrífur nú sem hjartfólginn sólargeisli skær, og knýr fram virðingu, von og trú, á vingjarnlegt. hugarþel fjær og nær. Þessi staka ilaug mér í hug, þegar ég að kvöldi hins 11.10 meðtók eitt hefti af „Hlín“ sem gjöf frá yður, sem mér þótti mjög vænt um að eignast, því að ég held mjög mikið upp á „Hlín“, þó að ég hafi ekki getað eignazt nema 2 hefti önnur, og það finnst mér að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.