Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 57
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR
57
seinlegt er það. Þrinnað togband gróft upp í hafaldagarn, hitt
teppið með krókbragði.
Ég var 5 vikur sjálf við þennan vefnað. Héðan annars allt gott,
heilsufar ágætt sem stendur. Tíðin bara óþolandi köld ennþá.
Bóndinn biður að heilsa þér. Svo kveð ég þig með bestu óskum um
gott og gleðilegt sumar.
8. jan. 1937
Frá Sigurlaugu Erlendsdóttur prestfrú á Torfastöðum,
Kæra frændkona
Það er þá ekki unnt að neitt ávinnist, ef það er ekki með þinni
aðferð. Því opt hefjeg dáðst að því jafnvægi, sem þú átt. Að berjast
fyrir háum hugsjónum, og geta rólega, hlýlega, og algjörlega
gremjulaust unnið að þeim ár eptir ár, þrátt fyrir allt tómlætið,
seinlætið og áhugaleysið - það er ekki heiglum hent. Pað er listin, að
lifa til gagns fyrir heiminn, fyrir komandi kynslóðir...
Torfastöðum, 10. nóv. 1936
Kæra frændkona
Jeg samgleðst þér sannarlega með það hvað allt hefur gengið vel
fyrir norðan. Það hefur ekki verið lítið, sem þú hefur greitt í
vinnulaun. Þetta er stór hjálp, og þó mest um vert vinnan sjálf og
gleðin af henni. — En sannarlega þyrftu nú sveitakonurnar ein-
hverja svona hjálp líka. Því þótt þær hafi optast nóg með að vinna á
heimili sín, þá eru nú víða orðnar prjónavélar, og þær gætu unnið
ofurlítið fram yfir margar hverjar. En sannleikurinn er sá, að þær
hafa aldrei einn evrir handa á milli, og ganga því margs á mis, sem
nauðsynlegt er. Þær eru aldrei frjálsar að neinu, því þær þurfa að
biðja bónda sinn um allt. Það er margt smávegis, sem hægt væri að
framkvæma til umbóta á heimilinu, ef konan hefði nokkurn tíma
aura ráð sem kallað er. Við skulum taka til dæmis hina ágætu
hugvekju núna í Hlín um „hlaðið“. Ég er viss um áð allar konur
vildu laga hlaðið sitt. Bóndinn hefur engan tíma til þess að sinna
svoleiðis „pjatti“. Efkonan heíði aura, gæti hún keypt hjálp til þess.
Einn er sá hlutur sem ómissandi er á hverjum bæ, það er
þvottahjallur. Bóndinn hefur engan tíma afgangs til þeirra hluta,