Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 58
58 ÚR BRÉFUM og enga peninga fyrir slíkt. En þetta er fyrst og fremst áhugamál konunnar. Hún þarf sjálf að geta þetta af eigin rammleik. En hún á bara enga krónu til í eigu sinni. Svona mætti lengi telja áfram og áfram... Bæ, 8/1 1939 Erá Ingibjörgu Finnsdóttur á Kjörseyri Guð gefi yður gott og farsælt nýtt ár, Góða fr. Halldóra. Mikið þakka ég yður vel fyrir yðar ágæta bréf og sendinguna, sem því fylgdi, en mest gladdi það mig, að þér álítið, að eitthvað gagn gæti orðið af þessurn uppdráttum, sem ég sendi yður. Það eru mér miklu meira en nóg laun fvrir þetta lítilræði. Hvað nafn bókarinnar snertir, þá er hún teiknuð af Katrínu Þorvaldsdóttur, konu Sigurðar Sigurðssonar á Fjarðarhorni í Hrútafirði. Hún var vel að sér til munns og handa, eftir því sem þá gjörðist um konur. Og það sagði móðir mín mér, að synir hennar hefðu þakkað henni meira en föður sínum að þeir fengu meiri menntun en almennt var um bændasonu á þeirri tíð (um 1800.) Sjálf kenndi hún sonum sínum að skrifa, og lærðu þeir að draga til stafs á hrosskjálka með sótbleki og fjaðrapenna. Þó var faðir þeirra talsverður bókmenntamaður og skrifaði upp bækur og er víst eitthvað af handritum hans á Landsbókasafninu. Synir Katrínar voru: Olafur prófastur í Flatey, (afi frú Theodóru Thoroddsen), Þorvaldur í Hrappsey, móðurafi Þorvaldar Thoroddsen og þeirra bræðra, og Matthías á Kjörseyri. Mikið af bókinni er teiknað á bakhlið á gömlum sendibréfum og þessháttar. Margir uppdrættirnir eru jafn smátt strikaðir og miðinn, sem ég legg hér með að gamni til þess að sýna hvernig verkið er. Hún er öll teiknuð með svörtu bleki. Fyllt alveg út hvert spor og alls engin litamerki. Mest finnst mér um, hve hún er fínt og jafnt rúðustrikuð. Það held ég fáir léku eftir nú á dögum. Læt ég s\’o úttalað um þessa uppdráttabók langömmu minnar, og óska að eins, að hún mætti koma að sem mestu gagni. Héðan er fátt að frétta, tíð ágæt til hátíða, en kaldari síðar. Hagi þó ágætur og engar frosthörkur.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.