Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 73
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR 73 Grenjum, (Álftaneshr. Mýrasýslu), 3. maí 1950 Bréffrá Ingibjörgu (Magnúsdóttur, f. 1920) Góða Halldóra. Þakka innilega þitt vinsamlega bréf, svo og Hlín: hef lesið hana mér til gamans bæði og gagns. Hún er þjóðlegri að mér íinnst en flest önnur blöð og tímarit og vel er um þær hagnýtu leiðbeining- ar, sem í henni eru. Okkur konunum, sem margar lifum of einangraðar, er ekki vanþörf á góðum ráðum og nýjum hugmynd- um varðandi okkar daglega sýsl. Vænt þætti mér um að fá gömlu árgangana, einkum langar mig til þess að sjá eitthvað um jurtalitun, ef þú ættir það til í gömlum Hlínarblöðum. Langar alltaf til þess að jurtalita ofurlítið, en vantar bæði þekkingu til þess og svo framtak og dugnað. Það hefur lengi verið minn draumur að eignast ofið teppi úr íslensku bandi, helst jurtalituðu, en nú eru allir hættir að vefa og ekki til vefstólar, þó að bandið væri fyrir hendi, á bæjum. Mér fmnast þessi teppi svo verkleg og falleg og þjóðleg. Þau eru víst hvergi á markaði. Skeggjastöðum (N.-Múl.), 23. maí 1951 Frá Þóreyju Brynjólfsdóttur Kæra Halldóra! Eg sendi þér nú loksins borgunina fyrir „Hlínarárganginn“ fyrir árið 1950 að upphæð kr. 160, 16 (sextán eintök að tölu). Ég á að færa þér kveðju og þakklæti frá Einari Hallssyni fyrir kr. 100, sem þú sendir í fyrra fyrir mottuna og aðra, sem enn er ekki komin til þín, og er það mín sök, ég stólaði á ferð til Akureyrar í haust sem leið. Með innilegri kveðju til þín og ósk um gleðilegt sumar! frá þinni einlægu vinkonu Þóreyju Brynjólfsdóttur

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.