Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 87
LANDSBÓKASAFNIÐ 1988
37
SÝNINGAR Hinn 4. september var liðin öld frá
andláti Jóns Árnasonar. Var þess
minnzt með sýningu á verkum hans í anddyri Safnahússins,
jafnframt því sem undirritaður tók saman útvarpsdagskrá um
hann og flutti ásamt Grími M. Helgasyni og Ogmundi Helgasyni á
sjálfan ártíðardaginn.
Þegar meginhluti bókasafns Framfarastofnunarinnar í Flatey
var að ósk stjórnar hennar flutt í nóvember 1969 til Reykjavíkur og
falin Landsbókasafni til vörzlu, jafnframt því sem þau handrit
stofnunarinnar, sem enn voru geymd í Flatey, voru afhent Lands-
bókasafni, var um það rætt, að einhvern tíma yrði, ef aðstæður
leyíðu, efnt til sýningar á fáeinum gögnum stofnunarinnar úti í
Flatey. Af þessu varð svo laugardaginn 6. ágúst, þegar gamla
bókasafnsbyggingin í Flatey, er reist var 1864, var vígð að lokinni
rækilegri viðgerð á vegum Minjaverndar. Utbúin var í Landsbóka-
safni sýning á nokkrum slíkum gögnum í ljósritum, jafnframt því
sem ljósprentað eintak Flateyjarbókar, er Munksgaard gaf stofn-
uninni á aldarafmæli hennar 1936, var flutt vestur ásamt borði því,
er Flateyingar létu á sínum tíma smíða undir það og hresst hafði
verið við á vegum Landsbókasafns.
Þá fól það einnig ljósmyndara safnsins, Ivari Brynjólfssyni, að
gera vandaðar myndir eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar
málara af sr. Ólafi Sívertsen og málverkum hans af þeim hjónum,
Brynjólfi Benedictsen og Herdísi konu hans.
Sr. Ólafur var driffjöður Framfarastofnunarinnar um sína
daga, en Brynjólfur átti mestan þátt í smíði bókasafnsbyggingar-
innar. Þessar þrjár myndir hanga nú uppi í byggingunni til
minningar um sr. Ólaf og þau hjónin.
Minjavernd efndi til ferðar út í Flatey fyrrnefndan dag, og flutti
undirritaður erindi um stofnunina og bókasafn hennar við vígslu-
athöfnina. í förinni var m.a. Haraldur Sigurðsson bókavörður, er
á sínum tíma annaðist um flutning safns stofnunarinnar til Reykja-
víkur.
Landsbókasafn átti fyrir tilmæli menntamálaráðuneytisins aðild
að uppsetningu sýningar mynda bæði norskra og íslenzkra lista-
manna, er gerðar höfðu verið eftir verkum Snorra Sturlusonar.
Sýningin tengdist heimsókn Hákonar Noregskonungs til Reyk-
holts 6. september.
Þess skal að lokum getið, að í seinustu Arbók láðist í kafla um
sýningar árið 1987 að skýra frá sýningu í minningu tveggja alda