Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 9

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 9
í slíkum tilvikum tekur Vestfjarðaleið að sér að skipuleggja móttökuna og allar ferðir gest- anna innan og utan Reykjavíkur. Vestfjarðaleið er með 23 bíla af öllum stærðum, allt frá 12 manna bílum upp í bíla fyrir 69 manns. Rúturnar hafa verið endurnýj- aðar jafnt og þétt og þegar keyptir eru bílar erlendis frá er lögð áhersla á að kaupa nýja bíla en ekki notaða. Þar við bætist að Vest- fjarðaleið hefur á undanförnum árum byggt þó nokkra af bílum sínum en fyrirtækið er með verkstæði og viðhaldsdeild og sér því um allt viðhald bílaflota síns. Einnig er kostur að Vestfjarðaleið hefur þann húsakost að hægt er að taka alla bíla fyrirtækisins „í hús" yfir veturinn þegar þeir eru ekki í akstri. MILURÁS í BÍLUNUM Nýjung í bílum Vestfjarðaleiðar er svoköll- uð millirás sem hefur það í för með sér að einn leiðsögumaður getur fylgt nokkrum bílum og þar með tryggt að allir þátttakendur í ákveðinni ferð fái sömu leiðsögn. Sem dæmi Rútur Vestfjarðaleiðar aka ffá álverinu í Straumsvík með starfsmenn á leið heim að afloknum vinnudegi. Bilar af öllum stærðum á planinu við aðalstöðvar Vestfiarðaleiðar í Sætúni. má nefna vinsælar ferðir Jóns Böðvarssonar með Njálunemendur sína sem farnar hafa verið á sögustaði Njálu. Enn ein nýjung Vestfjarðaleiðar er bíll sem sérstaklega er ætlaður fyrir fólk í hjólastólum. í bílinn komast 4-6 hjólastólar auk hjálpar- fólks. Með millitengingunni, sem áður var nefnd, er tryggt að fólkið í þessum sérbúna bil fær sömu leiðsögn og þeir sem í öðrum bílum sitja. Auk hópferða með erlenda ferðamenn annast Vestfjarðaleið akstur 300-400 starfs- manna í Straumsvík á degi hverjum, f og úr vinnu. Vestfjarðaleið sér einnig um akstur fyr- ir Ferðafélag íslands allan ársins hring og loks má nefna að fyrirtækið sinnir ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu og flytur nemendur þeirra í rannsóknar- og lærdómsferðir og sitt- hvað fleira. MESTIVAXTARBRODDURINN Jóhannes Ellertsson, eigandi Vestfjarða- leiðar, segist um þessar mundir sjá mestan vaxtarbroddinn í ferðaskrifstofurekstrinum og skipulagingu ferða fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Hins vegar mætti hið opinbera hlúa meira að þessari atvinnu- grein, rekstri rútubíla, en gert hefur verið. Nýlega hafi kílógjald, sem sett var á tíma- bundið fyrir nokkrum árum, verið hækkað. Fyrirtækin séu heldur ekki inni í virðisauka- skattskerfinu og njóti þvf ekki möguleika á inn- og útskatti eins og ýmsir í ferðaþjónustu geri þó. Telur hann að það myndi meðal ann- Vestfjarðaleiðarrúta leggur af stað frá Hótel Cabin í Borgartúni með ferðahóp á leið í skoðunarferð. ars auðvelda mjög endurnýjun bílaflotans á íslandi en veruleg þörf sé á því, eins og allir viti. Aðalbækistöðvar Vestfjarðaleiðar eru við Sætún 4. Þar starfa 12 fastir starfsmenn yfir vetrartímann en á sumrin eru starfsmenn Vestfjarðaleiðar um 40 talsins. Sætúni 4 • Reykjavík Sími: 562 9950 • Fax: 562 9912 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.