Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 16

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 16
SKJOTTU A VERÐIÐ Bsýningunni Matur ‘98 í Kópavogi var gestum boðið að taka þátt í léttum leik þar sem viðkom- andi átti að „skjóta á“ og komast sem næst réttu heildarverði á „Islensku innkaupakörfunni" í sýn- ingarbás Samtaka iðnaðarins. I innkaupakörfiinni voru einungis íslensk matvæli, drykkjarföng og hreinlætis- vörur sem neytendur kaupa daglega inn til heimilisins. Innihald körfunnar var í vinning og tóku rúmlega tvö þúsund gestir þátt í leiknum og giskuðu á verð á bil- inu frá 5.000 upp í 50.000 krónur. Rétt verð var 18.848 og fjórir gestir sem komust næst því fengu verðlaun. Glaðbeittir vinningshafar sem tókst að skjóta á verðið. Frá vinstri: Eiður Fannar og Hannes Þór Þorlákssynir, Erla Alfreðsdóttir, Omar Egilsson og Unnur Bragadóttir. FRÉTTIR beinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar- Brauðs hf. Féð sem safnaðist verður látið renna til reksturs iðn- skóla á vegum tveggja sam- starfsaðila Hjálparstofnunar kirkjunnar á Indlandi. Þessir Dæmi um það hvernig fyr- irtæki sjá sér hag í að tengja ímynd sína við jákvæða hluti má sjá í skuldbindingum olíu- félaga við skógræktarverkefni en aukinn skilningur á um- hverfismálum, útbreiðslu ým- issa sjúkdóma og aukin hnatt- ræn hugsun hefur beint sjón- um sífellt fleiri fyrirtækja að góðgerðar- og hjálparstofnun- um. Dæmi um slíkt er breski samvinnubankinn, British Cooperative Bank, sem hefur lagt tíma og fé í að skapa sér orðspor siðferðis og lánar t.d. ekki til fyrirtækja sem fram- leiða vopn. aðilar eru samtök sem eru stofhuð og rekin af Indveijum og þjóna fátækasta fólkinu á sínu svæði. í þeira augum er menntun vænlegasta leiðin út úr vítahring fátæktarinnar. Hjálparstofnun kirkjunnar er nú að gera svipaðan samn- ing við stórt drykkjarvörufyr- irtæki og verður hann gerður heyrinkunnur nú á vormánuð- um. Jónas Þórisson t.v. tekur við umslagi úr hendi Kolbeins Kristins- sonar, forstjóra Myllunnar. Bak við standa t.v. Páll Stefánsson, kynningarstjóri Hjálþarstofnunar, og Björn Jónsson, markaðs- stjóri Myllunnar. FV-mynd: Geir Olajsson. samstarf skilað góðum ár- angri. „Okkur fannst þetta bráð- góð hugmynd sem styrkti ímynd fyrirtækisins og gaf okkur tækifæri til þess að láta gott af okkur leiða,” segir Kol- BRAUÐ HANDA HUNGRUÐUM HEIMI Qjáröflunarátak Myll- unnar-Brauðs hf., Kristjánsbakarís á Akureyri og Hjálparstofnunar kirkjunnar sem hefur staðið yfir i vetur skilaði stofnuninni tæplega 600 þúsund krónum en fyrirtækin gáfu 3 krónur af hvetju Heimilisbrauði til hjálparstarfs. „Frá okkar bæjardyrum séð var afskaplega mikilvægt að fá fyrirtæki eins og þetta til þess að ríða á vaðið og verða fyrstir til að taka þátt í verkefni eins og þessu. Þetta samstarf hefur verið afskap- lega ánægjulegt,” segir Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þetta samstarfsverkefni er hið fyrsta af þessu tagi en samstarf líknarstofnana og framleiðenda í líkingu við þetta er vel þekkt erlendis og í Hollandi, Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð hefur slíkt - Það er kaffið Sími 568 7510 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.