Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 28
fyrirtækisins. Fijáls verslun hefur engar tölur ylir veltu Suzuki bíla á síðustu árum. Hins veg- ar var fyrirtækið eitt fárra umboða sem skilaði hagnaði á erfiðleikaárunum ‘90 til ‘92 og síðan hefur vegur þess aukist. A árinu 1996 skilaði fyrirtækið 55 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Markaðshlutdeild Suzuki bíla var tæp 5% síðustu tvö árin. Ein vinsælasta gerðin af Suzuki er Vitara jeppinn. Nú býður fyrirtækið upp á Grand Vitare. Um árabil naut raunar Suzuki Fox jeppinn töluverðra vinsælda hér- lendis. Suzuki bílar eru dæmi um lítið fyrirtæki sem tókst að halda vel á spilunum frá ‘90 til ‘94, einhveijum erfiðustu tímum sem bílgrein- in hefur lent í. Hagnaður fyrirtækisins minnir á að hægt er að ná árangri í reksti án þess að vera stór á markaði eða með mikla veltu. Það fer einfaldlega ekki alltaf saman mikil velta og góður hagnaður. Nýskráning vörubíla 16 tonn og yfir - áriö 1997 Tegund Fjöldi % Man 29 31,2 Scanía 25 26,9 Mercedes Benz 18 19,4 Volvo 16 17,2 Iveco 3 3,2 Renault 2 2,1 Samtals 93 100,0 Renault 2,1% Iveco 3,2% H0NDAUMB0ÐIÐ; HARKAN SEX Á JEPPAMARKAÐNUM Gunnar Berhard ehf., Hondaumboðið telst til rótgróinna bílaumboða hérlendis Honda er eitt af kunnari merkjum í bílheimin- um og hafa Honda bílar notið virðingar hérlendis um árabil. Líkt og Suzuki bílar er Hondaumboðið dæmi um lítið fyrirtæki sem engu að síður er að gera ágæta hluti. Um þessar mundir nýtur Honda jeppinn, CRV, mikilla vinsælda hérlendis. Byrjað var að selja hann um mitt síðasta ár en engu að síður seldust af honum 146 bílar. Og sala hans hefur farið ágætlega af stað á þessu ári. Samkvæmt ársreikningi, sem fenginn er hjá Ríkisskattstjóra, var velta fyrirtækisins rúmar 280 milljónir á árinu ‘96 og hagnaður um 2 milljónir. Guðmundur Geir Gunnarsson hefur verið fram- kvæmdastjóri Hondaumboðsins síðastliðin tuttugu ár. Hann er sonur stofnanda fyrirtækisins, Gunnars Bernhard. Þeir feðgar hafa báðir verið á kafi í rekstrinum. JOFUR; MEÐ ÞEKKT BANDARISK MERKI -EN MÆTT ANDSTREYMI í REKSTRI Jöfur í Kópavogi er þekkt bílaumboð og hefur verið starfrækt um árabil. Það er arftaki Tékkneska bifreiðaumboðsins sem hóf inn- flutning á Skoda frá Tékkóslóvakíu. Skodinn var lengst af helsta merki J öfurs en síðan bætti fyrirtækið við sig umboðum fyrir bandaríska fyrirtækið Chrysler og ffanska fyrirtækið Peugeot Chrysler framleiðir Cherokee jepp- ana sem hafa notið verulegra vinsælda hér- lendis um langt árabil. Grand Cherokee er til dæmis vinsæll forstjórajeppi. Mestur vöxtur hefur verið í sölu á Peugeot bílum frá Jöfri. Þá hefur Chrysler ævinlega sína föstu kaupend- ur. Hekla hefur tekið við Skodaumboðinu af Jöfri og tengjast þau skipti eignaraðild Volkswagen að Skodaverksmiðjunum erlend- is. Framkvæmdstjóri Jöfurs er Guðmundur Hilmarsson. Jöfur hefur gengið í gegnum nokkrar hremmingar á undanförnum níu árum sem birst hafa í eigendaskiptum og uppstokkun hjá fyrirtækinu. Einn helsti eigandi Jöfurs núna er Guðjón Armann Jónsson lögfræð- ingur sem kom inn í fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Frjálsri verslun er ekki kunnugt um veltu Jöfurs á árinu 1996 en sam- kvæmt ársreikningum frá Ríkisskattstjóra reyndust árin ‘95 og ‘96 erfið hjá fyrirtækinu og um nokkurt tap að ræða af rekstrinum. Tapið nam um 50 milljónum árið ‘96. Jöfur seldi svipaðan fjölda bíla á síðasta ári og árinu ‘96. Mynstrið breyttist þó í þá veru að mun meira seldist af Peugeot - en aðeins minna af Skoda og Chrysler. Velta Jöfurs á árunum '91 til ‘95 var á bilinu um 800 til 900 milljónir króna með þeirri undantekningu að árið ‘92 var veltan um 580 milljónir. Þetta ár hefur far- ið ágætlega af stað hjá Jöfri, sérstaklega í sölu á Peugeot. Man, Scania, Mercedes Benz og Volvo hafa stærstu markaðshlut- deild í flokki vörubifreiða - yfir 16 tonn. Sa/a á sendibílum og svonefndum VASK-bílum 1997. Tegund Fjöldi % Volkswagen 246 27,7 Nissan 99 11,2 Ford 81 9,1 Toyota 78 8,8 Opel 69 7,8 Renault 67 7,6 Hyundai 54 6,1 Mercedes Benz 33 3,7 Mazda 26 2,9 Mitsubishi 23 2,6 Aðrir 111 12,5 Alls 887 100,0 I flokki scndibíla - og svonefhdra VASK-bíla - trónir Volkswagen ó toppnum. BILABUÐ BENNA; AÐ HASLA SÉR VÖLL Á JEPPAMARKAÐNUM Bílabúð Benna er að hasla sér völl sem innflytjandi jeppa. Það hóf innflutning á Musso jeppanum árið 1996 og seldi það ár 80 jeppa. A síðasta ári flutti fyrirtækið inn 203 jeppa af Musso og Korando. Fyrir vikið er fyrirtækið orðið með helstu innflytjendum á jeppum til landsins. A dögunum kynnti svo fyrirtækið, sem er í eigu Benedikts Eyjólfs- sonar, nýjan bíl í sölu; Daewoo frá Suður-Kóreu. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann selst. Frjáls verslun hefur engar upplýsingar um veltu og hagnað Bílabúðar Benna en samandreginn ársreikningur fyrirtækisins vegna ársins ‘96 hefur ekki borist Ríkisskattstjóra. ÍSTRAKTOR í GARÐABÆ; FIAT 0G FERRARI Fyrirtækið Istraktor í Garðabæ er eitt minnsta bílaumboðið á markaðnum. Það hefur umboð fyrir hina þekktu ítölsku bíla Fiat, sem voru mjög vinsælir hér á landi á árum áður og voru mest seldu bílarnir hérlendis á því herrans ári 1974. ístraktor tók við Fiat umboðinu haustið 1996 af fyrirtækinu Itölskum bílum en að því stóðu sömu menn og eiga Suzuki bíla. Istraktor er ennfremur með umboð fyr- ir Alfa Romeo og Lancia - og sportbílinn Ferrari. Samkvæmt samandregnum árs- reikningi Istraktors til Ríkisskattstjóra var um 4 milljóna króna tap af rekstrinum á ár- inu 1996 - en fyrirtækið fékk Fiat umboðið þá um haustið. Veruleg söluaukning varð á síðasta ári þannig að gera má ráð fyrir að af- koman hafi batnað. ístraktor var stofiiaður árið 1982 upp úr véla- og viðgerðarverkstæði Dráttarvéla. Fyrirtækið hefur í áraraðir verið með umboð fyrir Iveco, vinnu-, fialla- og sendibíla, auk bíl- krana, vinnuvéla og skíðalyfta. Páll Gísla- son er eigandi og framkvæmdastjóri ístrakt- ors í Garðabænum. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.