Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 29
BÍLAFLOTINN ER UM 130 ÞÚSUND FÓLKSBÍLAR
Vegna hinna mögru ára, sem komu í kjölfarið á metárunum
‘86-’88 í bílainnflutningi, hefur bílafloti landsmanna elst. Um 150
þúsund bílar eru skráðir á íslandi en þar af eru um 130 þúsund
fólksbílar. Flestír þeirra eru af tegundinni Toyota en hún hefur
verið mest selda tegundin í áraraðir. Meðalaldur íslenska bílaflot-
ans er núna um 9,5 ár en í Vestur-
Evrópu er hann 2 árum lægri; eða
um 7,5 ár. I bílalandinu Japan er
meðalaldur bíla í umferð aðeins um
4 ár. Japanir eru afar duglegir við
að setja bíla sína í endurvinnslu en
um 90% hvers bíls eru endurnýtan-
leg. I nýjum bílum eru kröftugri
öryggisbúnaður og mengunar-
varnir en í þeim eldri. Ut frá þeim
sjónarmiðum er mikilvægt að
yngja bílaflotann upp á Islandi.
Þess má geta að yfirgnæfandi
meirihluti bíla á Islandi eru jap-
anskir.
VERÐ 0G RÁÐSTÖFUNAR-
TEKJUR RÁÐASÖLUBÍLA
Tvennt er það sem hefur
mest áhrif á sölu nýrra bíla.
Verð bílanna og kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann. Hvort tveggja er hagstætt núna.
Kaupmátturinn hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árurn
og aukist verulega. Fólk hefur einfaldlega meira fé á milli hand-
annna en áður eftir skatta. Verð nýrra bíla hefur sömuleiðis ekki
hækkað að neinu ráði á undanförnum árum vegna þess stöðug-
leika sem ríkt hefur í efnahagslífinu. Einhver mestu lmeppuár í
innflutningi nýrra bíla tíl íslands voru árin ‘92 tíl ‘95. Þar af var árið
1994 daprast. Það ár var botninum náð - þá var aðeins 5.391 bíll
fluttur inn. Ótrúlega lélegt ár. Eftir það hefur línan legið upp á við.
Minna má á að gengi krónunnar var fellt tvisvar með skömmu
millibili á árunum '92 og ‘93. Fyrri gengisfellingin var undir lok
ársins ‘92 en sú síðari um vorið ‘93. Fyrir vikið hækkuðu bílar
nokkuð í verði samhliða því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna var
í sögulegu lágmarki árin '93 og ‘94.
ÍSLENDINGAR ERU JEPPAÞJÓÐ
Af sölutölum bíla sést að íslendingar eru jeppaþjóð. íslend-
ingar eyddu á síðasta ári yfir 5 milljörðum til
jeppakaupa. Af rúmum 10.100 fólksbílum, sem
fluttír voru inn á síðasta ári, voru rúmlega
1.700 jeppar; eða um 17% alls. Af einstaka
tegundum var mest flutt inn af Toyota Land
Cruiser, 354 jeppar, en fast á hæla hans kom
Mitsubishi Pajero; af honum seldust 325 jepp-
ar. Suzuki Vitara var í þriðja sætí með sölu upp
á 188 jeppa og 49 af gerðinni Sidekick. Musso
jeppinn frá bílabúð Benna er að hasla sér völl.
Af honum voru seldir 178 jeppar og 25 af gerð-
inni Korando - sem einnig er frá Bílabúð
Benna. íslenskir bílaeigendur gata valið úr yfir
20 gerðum af jeppum.
T0Y0TA MEST SELDA TEGUNDIN
Af einstaka bílategundum selst mest af Toyota. Hún var í ör-
uggu fyrsta sæti á síðasta ári, með 17,3% af innflutningnum.
Volkswagen var í öðru sætí, með um 10,9%. Subaru var með 10,3%,
Mitsubishi 9,4%, Hyundai 7,5%, Nissan 7,3%, Opel 6,7% og Ford
með 4,1%. Þessar tölur skýra auðvitað hvers vegna Hekla, Ingvar
Helgason-Bílheimar og P. Samúelsson eru stærstu umboðin; með
mesta veltu.
UPPÍTÖKUBÍLAR
AUKA
VELTUNA
Árið 1994 var lak-
asta ár í bílainnflutningi
í áratugi. Engu að síður
gerðist þá nokkuð sem
kom á óvart. Velta bíla-
umboðanna jókst á milli
ára. Hvernig mátti það
vera í svo lélegu árferði?
Skýringin er sú að um-
boðin bókfærðu uppítöku-
bíla með öðrum hættí en
áður; eignfærðu þá - réttí-
lega. Þegar þau seldu uppí-
tökubílana aftur þá færðu
þau allt söluverðið til tekna
(eign seld). Þannig lyftu
uppítökubílarnir tekjum um-
boðanna upp. Sömuleiðis hefur hlutur bílaumboðanna í sölu á not-
uðum bílum aukist, þ.e. bílum sem koma inn tíl þeirra í umboðs-
sölu. Með öðrum orðum; bílaumboðin hafa skilgreint sig sem bíla-
sölur. Þau selja bíla, hvort heldur nýja eða notaða.
MIKIÐ Á UMB0ÐIN LAGT
Engin atvinnugrein á íslandi hefur búið við eins miklar sveiflur
í atvinnurekstri og bílaumboðin. Það merkir auðvitað að mikið er
lagt á stjórnendur bílaumboðanna. Það er mikill vandi að reka bíla-
umboð í svo miklum sveiflum. Erlendis er talið að um miklar
sveiflur sé að ræða ef sala nýrra bíla sveiflast um 10% á milli ára -
og þar kvarta menn undan því að erfitt sé að reka fyrirtækin í svo
miklum sveiflum. Hérlendis hafa sveiflurnar verið í tugum pró-
senta. Þannig var 70% samdráttur á milli toppársins 1987 og botn-
ársins 1994. Það segir sig sjálft að umboðin þurfa sterk bein og
mikla þolinmæði til að ganga stöðugt í gegnum slíkar sveiflur.
BOSCH TMDON> Jaftn FÖWCH <jM>
• Auhahlutir
• Fylgihlutir
• Varahlutir
• Válastillingar
• Þjónustumiðstöð
pPROmetall
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verkstæöiö aökeyrsla frá Háaleitisbraut
B°g* Palsson,
Toyota. Frá árinu 1988 h ' r amue,ss°nar hf. sem fWi, •
29