Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 29
BÍLAFLOTINN ER UM 130 ÞÚSUND FÓLKSBÍLAR Vegna hinna mögru ára, sem komu í kjölfarið á metárunum ‘86-’88 í bílainnflutningi, hefur bílafloti landsmanna elst. Um 150 þúsund bílar eru skráðir á íslandi en þar af eru um 130 þúsund fólksbílar. Flestír þeirra eru af tegundinni Toyota en hún hefur verið mest selda tegundin í áraraðir. Meðalaldur íslenska bílaflot- ans er núna um 9,5 ár en í Vestur- Evrópu er hann 2 árum lægri; eða um 7,5 ár. I bílalandinu Japan er meðalaldur bíla í umferð aðeins um 4 ár. Japanir eru afar duglegir við að setja bíla sína í endurvinnslu en um 90% hvers bíls eru endurnýtan- leg. I nýjum bílum eru kröftugri öryggisbúnaður og mengunar- varnir en í þeim eldri. Ut frá þeim sjónarmiðum er mikilvægt að yngja bílaflotann upp á Islandi. Þess má geta að yfirgnæfandi meirihluti bíla á Islandi eru jap- anskir. VERÐ 0G RÁÐSTÖFUNAR- TEKJUR RÁÐASÖLUBÍLA Tvennt er það sem hefur mest áhrif á sölu nýrra bíla. Verð bílanna og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann. Hvort tveggja er hagstætt núna. Kaupmátturinn hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árurn og aukist verulega. Fólk hefur einfaldlega meira fé á milli hand- annna en áður eftir skatta. Verð nýrra bíla hefur sömuleiðis ekki hækkað að neinu ráði á undanförnum árum vegna þess stöðug- leika sem ríkt hefur í efnahagslífinu. Einhver mestu lmeppuár í innflutningi nýrra bíla tíl íslands voru árin ‘92 tíl ‘95. Þar af var árið 1994 daprast. Það ár var botninum náð - þá var aðeins 5.391 bíll fluttur inn. Ótrúlega lélegt ár. Eftir það hefur línan legið upp á við. Minna má á að gengi krónunnar var fellt tvisvar með skömmu millibili á árunum '92 og ‘93. Fyrri gengisfellingin var undir lok ársins ‘92 en sú síðari um vorið ‘93. Fyrir vikið hækkuðu bílar nokkuð í verði samhliða því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna var í sögulegu lágmarki árin '93 og ‘94. ÍSLENDINGAR ERU JEPPAÞJÓÐ Af sölutölum bíla sést að íslendingar eru jeppaþjóð. íslend- ingar eyddu á síðasta ári yfir 5 milljörðum til jeppakaupa. Af rúmum 10.100 fólksbílum, sem fluttír voru inn á síðasta ári, voru rúmlega 1.700 jeppar; eða um 17% alls. Af einstaka tegundum var mest flutt inn af Toyota Land Cruiser, 354 jeppar, en fast á hæla hans kom Mitsubishi Pajero; af honum seldust 325 jepp- ar. Suzuki Vitara var í þriðja sætí með sölu upp á 188 jeppa og 49 af gerðinni Sidekick. Musso jeppinn frá bílabúð Benna er að hasla sér völl. Af honum voru seldir 178 jeppar og 25 af gerð- inni Korando - sem einnig er frá Bílabúð Benna. íslenskir bílaeigendur gata valið úr yfir 20 gerðum af jeppum. T0Y0TA MEST SELDA TEGUNDIN Af einstaka bílategundum selst mest af Toyota. Hún var í ör- uggu fyrsta sæti á síðasta ári, með 17,3% af innflutningnum. Volkswagen var í öðru sætí, með um 10,9%. Subaru var með 10,3%, Mitsubishi 9,4%, Hyundai 7,5%, Nissan 7,3%, Opel 6,7% og Ford með 4,1%. Þessar tölur skýra auðvitað hvers vegna Hekla, Ingvar Helgason-Bílheimar og P. Samúelsson eru stærstu umboðin; með mesta veltu. UPPÍTÖKUBÍLAR AUKA VELTUNA Árið 1994 var lak- asta ár í bílainnflutningi í áratugi. Engu að síður gerðist þá nokkuð sem kom á óvart. Velta bíla- umboðanna jókst á milli ára. Hvernig mátti það vera í svo lélegu árferði? Skýringin er sú að um- boðin bókfærðu uppítöku- bíla með öðrum hættí en áður; eignfærðu þá - réttí- lega. Þegar þau seldu uppí- tökubílana aftur þá færðu þau allt söluverðið til tekna (eign seld). Þannig lyftu uppítökubílarnir tekjum um- boðanna upp. Sömuleiðis hefur hlutur bílaumboðanna í sölu á not- uðum bílum aukist, þ.e. bílum sem koma inn tíl þeirra í umboðs- sölu. Með öðrum orðum; bílaumboðin hafa skilgreint sig sem bíla- sölur. Þau selja bíla, hvort heldur nýja eða notaða. MIKIÐ Á UMB0ÐIN LAGT Engin atvinnugrein á íslandi hefur búið við eins miklar sveiflur í atvinnurekstri og bílaumboðin. Það merkir auðvitað að mikið er lagt á stjórnendur bílaumboðanna. Það er mikill vandi að reka bíla- umboð í svo miklum sveiflum. Erlendis er talið að um miklar sveiflur sé að ræða ef sala nýrra bíla sveiflast um 10% á milli ára - og þar kvarta menn undan því að erfitt sé að reka fyrirtækin í svo miklum sveiflum. Hérlendis hafa sveiflurnar verið í tugum pró- senta. Þannig var 70% samdráttur á milli toppársins 1987 og botn- ársins 1994. Það segir sig sjálft að umboðin þurfa sterk bein og mikla þolinmæði til að ganga stöðugt í gegnum slíkar sveiflur. BOSCH TMDON> Jaftn FÖWCH <jM> • Auhahlutir • Fylgihlutir • Varahlutir • Válastillingar • Þjónustumiðstöð pPROmetall Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæöiö aökeyrsla frá Háaleitisbraut B°g* Palsson, Toyota. Frá árinu 1988 h ' r amue,ss°nar hf. sem fWi, • 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.