Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 30
Jónas Þór Steinars-
son, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasam-
bandsins: „Stjórn-
völd verða að draga
úr álögum á bílgrein-
ina og átta sig á að
bíll er nauðsyn en
ekki munaður.”
ónas Þór Steinarsson,
framkvæmdastjóri Bíl-
greinasambandsins,
segir brýnt að stjórnvöld dragi
úr skattheimtu á bíleigendur
því bíll sé nauðsynjavara en
ekki munaður. Hann segir það
vart geta verið hlutverk ríkisins
nú á tímum að vera með neyslu-
stýringu en vörugjald á bíla er
frá 30 upp í 65%. „Það er nauð-
synlegt að yngja bílaflotann.
Nýir bílar eru með mun betri
öryggisbúnað og mengunar-
varnir en þeir eldri. Meðalaldur
bíla á íslandi er 9,5 ár en 7,5 ár
i löndum Vestur-Evrópu sem
við miðum okkur við.”
Jónas segir að ríkissjóður fái
rúmlega 25 milljarða á ári
vegna bílgreinarinnar. Skipting-
in sé þannig að um 8 milljarðar
RIKIÐ TEKUR SITT
BÍLAR
Sala á pallbílum
„Pick-ups“ á árinu 1997. Tegund Fjöldi %
Mitsublsh j 68 31,7
Toyota 49 22,9
isuzu 34 15,9
Nissan 28 13,1
Ford 18 8,4
Land Ftover 10 4,7
Dodge 7 3,3
Samtals 214 100,0
Notaðir vörubílar
16 tonn og yfir - innfluttir - 1997 Tegund Fjöldi %
Scania 35 35,3
Mercedes Benz 25 25,3
Man 25 25,3
Volvo 11 11,1
Daf 1 1,0
Iveco 1 1,0
Magirus Deutz 1 1,0
Samtals 99 100,0
I I
Fjölga og fækka þarf starfsfólki á víxl - en erfiðasta verk hvers stjórn-
anda er að segja upp fólki.
BÍLALÁN AUKA SÖLUNA
Sérstök bílalán eru einn þeirra þátta sem hafa aukið sölu á nýjum
bílum á undanförnum árum. Þar hafa eignaleigufyrirtækin komið
sterkt til sögunnar með sérstök bílalán - en tryggingafélögin sömu-
leiðis. Nú er hægt að kaupa nýjan bíl og fá lánað fyrir honum að
mestu. Bílalánin gera fólki kleift að kaupa nýjan bíl án þess að fara í
banka áður og slá lán fyrir honum.
Ríkið færyfir 25 milljarða á ári vegna bíla,
segir Jónas Þór Steinarsson,
framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Draga verður úr álögunum!
komi inn vegna vörugjalds og virðisaukaskatts af nýjum bíl-
um, um 10 milljarðar vegna bensínskatts, um 2 milljarðar af
sölu hjólbarða og varahluta, rúmir 3 milljarðar vegna þunga-
skatts og loks rúmir 2 milljarðar vegna bifreiðagjalda. í ljósi
þess að útlit sé fyrir að um 20% aukning verði í innflutningi
nýrra bíla á þessu ári megi reikna með að um 1 milljarður
komi til viðbótar í ríkissjóð vegna vörugjalds og virðisauka-
skatts.
Að sögn Jónasar ráða opinberar álögur mestu um verð
nýrra bíla. „Það er augljós neyslustýring í gangi. Vörugjald,
sem lagt er á innflutningsverð nýrra bíla, er frá 30 upp í 65%.
Þar við bætist síðan virðisaukaskattur. Flestir bílar lenda í
30 til 40% vörugjaldsflokki. Það segir sig sjálft að það verð-
ur að lækka vörugjald á bílum. Það finnast vart önnur lönd
í Vestur-Evrópu sem eru með meiri álögur á bíla en íslend-
ingar.”
Um rekstur bílaumboða segir Jónas að hinar miklu
sveiflur í innflutningi nýrra bíla hafi reynst þeim hvað erfið-
astar. „Það hefur engin atvinnugrein á Islandi gengið í
gegnum eins miklar sveiflur og bílgreinin. Þetta er erfið
grein - og hvað þá þegar íhiutun hins opinbera er eins mik-
il og raun ber vitni.”
- Hver eru skilaboð þín til stjórnvalda ?
,Að draga úr álögum á bílgreinina og hætta neyslustýr-
ingunni. Jafnframt að fella niður öll gjöld af atvinnubílum til
að jafna stöðu atvinnugreina. Stjórnvöld verða þó fyrst og
fremst að átta sig á því að bíll er nauðsyn en ekki munaður.”
BILL ER NAUÐSYN ■ EN EKKI MUNAÐUR
Framkvæmdastjórar bílaumboðanna leggja þunga áherslu á að bif-
reið sé nauðsyn en ekki munaður. Þess vegna eru helstu kröfur
þeirra tíl stjórnvalda að dregið verði úr skattlagningu á innflutning
nýrra bíla til að yngja megi bílaflotann. Rökin eru meðal annars þau
að miklar framfarir hafi orðið við smíði nýrra bíla. Þar nefna þeir sér-
staklega öryggis- og mengunarbúnað - sem og að þeir séu hagkvæm-
ari í rekstri.
Fróðlegt verður að sjá hvernig stjórnvöld bregðast við þessum
kröfum. Ekki síst í ljósi þess að ríkissjóður þarf svo sannarlega á bíl-
greininni að halda sem atvinnuvegi; enda skilar hún um 25 milljörð-
um í ríkiskassann á ári - en tíl vegagerðar fara um 8 milljarðar á ári,
samkvæmt fjárlögum. Það munar um minna. Bíleigendur bera því
byrðar og hafa breið bök - mitt í blómlegri tíð í sölu bíla. 35
Nýr fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, getur brosað vegna bíl-
greinarinnar. Ríkissjóður fær yfir 25 milljarða á ári vegna bíla.
30