Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 30

Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 30
Jónas Þór Steinars- son, framkvæmda- stjóri Bílgreinasam- bandsins: „Stjórn- völd verða að draga úr álögum á bílgrein- ina og átta sig á að bíll er nauðsyn en ekki munaður.” ónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins, segir brýnt að stjórnvöld dragi úr skattheimtu á bíleigendur því bíll sé nauðsynjavara en ekki munaður. Hann segir það vart geta verið hlutverk ríkisins nú á tímum að vera með neyslu- stýringu en vörugjald á bíla er frá 30 upp í 65%. „Það er nauð- synlegt að yngja bílaflotann. Nýir bílar eru með mun betri öryggisbúnað og mengunar- varnir en þeir eldri. Meðalaldur bíla á íslandi er 9,5 ár en 7,5 ár i löndum Vestur-Evrópu sem við miðum okkur við.” Jónas segir að ríkissjóður fái rúmlega 25 milljarða á ári vegna bílgreinarinnar. Skipting- in sé þannig að um 8 milljarðar RIKIÐ TEKUR SITT BÍLAR Sala á pallbílum „Pick-ups“ á árinu 1997. Tegund Fjöldi % Mitsublsh j 68 31,7 Toyota 49 22,9 isuzu 34 15,9 Nissan 28 13,1 Ford 18 8,4 Land Ftover 10 4,7 Dodge 7 3,3 Samtals 214 100,0 Notaðir vörubílar 16 tonn og yfir - innfluttir - 1997 Tegund Fjöldi % Scania 35 35,3 Mercedes Benz 25 25,3 Man 25 25,3 Volvo 11 11,1 Daf 1 1,0 Iveco 1 1,0 Magirus Deutz 1 1,0 Samtals 99 100,0 I I Fjölga og fækka þarf starfsfólki á víxl - en erfiðasta verk hvers stjórn- anda er að segja upp fólki. BÍLALÁN AUKA SÖLUNA Sérstök bílalán eru einn þeirra þátta sem hafa aukið sölu á nýjum bílum á undanförnum árum. Þar hafa eignaleigufyrirtækin komið sterkt til sögunnar með sérstök bílalán - en tryggingafélögin sömu- leiðis. Nú er hægt að kaupa nýjan bíl og fá lánað fyrir honum að mestu. Bílalánin gera fólki kleift að kaupa nýjan bíl án þess að fara í banka áður og slá lán fyrir honum. Ríkið færyfir 25 milljarða á ári vegna bíla, segir Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Draga verður úr álögunum! komi inn vegna vörugjalds og virðisaukaskatts af nýjum bíl- um, um 10 milljarðar vegna bensínskatts, um 2 milljarðar af sölu hjólbarða og varahluta, rúmir 3 milljarðar vegna þunga- skatts og loks rúmir 2 milljarðar vegna bifreiðagjalda. í ljósi þess að útlit sé fyrir að um 20% aukning verði í innflutningi nýrra bíla á þessu ári megi reikna með að um 1 milljarður komi til viðbótar í ríkissjóð vegna vörugjalds og virðisauka- skatts. Að sögn Jónasar ráða opinberar álögur mestu um verð nýrra bíla. „Það er augljós neyslustýring í gangi. Vörugjald, sem lagt er á innflutningsverð nýrra bíla, er frá 30 upp í 65%. Þar við bætist síðan virðisaukaskattur. Flestir bílar lenda í 30 til 40% vörugjaldsflokki. Það segir sig sjálft að það verð- ur að lækka vörugjald á bílum. Það finnast vart önnur lönd í Vestur-Evrópu sem eru með meiri álögur á bíla en íslend- ingar.” Um rekstur bílaumboða segir Jónas að hinar miklu sveiflur í innflutningi nýrra bíla hafi reynst þeim hvað erfið- astar. „Það hefur engin atvinnugrein á Islandi gengið í gegnum eins miklar sveiflur og bílgreinin. Þetta er erfið grein - og hvað þá þegar íhiutun hins opinbera er eins mik- il og raun ber vitni.” - Hver eru skilaboð þín til stjórnvalda ? ,Að draga úr álögum á bílgreinina og hætta neyslustýr- ingunni. Jafnframt að fella niður öll gjöld af atvinnubílum til að jafna stöðu atvinnugreina. Stjórnvöld verða þó fyrst og fremst að átta sig á því að bíll er nauðsyn en ekki munaður.” BILL ER NAUÐSYN ■ EN EKKI MUNAÐUR Framkvæmdastjórar bílaumboðanna leggja þunga áherslu á að bif- reið sé nauðsyn en ekki munaður. Þess vegna eru helstu kröfur þeirra tíl stjórnvalda að dregið verði úr skattlagningu á innflutning nýrra bíla til að yngja megi bílaflotann. Rökin eru meðal annars þau að miklar framfarir hafi orðið við smíði nýrra bíla. Þar nefna þeir sér- staklega öryggis- og mengunarbúnað - sem og að þeir séu hagkvæm- ari í rekstri. Fróðlegt verður að sjá hvernig stjórnvöld bregðast við þessum kröfum. Ekki síst í ljósi þess að ríkissjóður þarf svo sannarlega á bíl- greininni að halda sem atvinnuvegi; enda skilar hún um 25 milljörð- um í ríkiskassann á ári - en tíl vegagerðar fara um 8 milljarðar á ári, samkvæmt fjárlögum. Það munar um minna. Bíleigendur bera því byrðar og hafa breið bök - mitt í blómlegri tíð í sölu bíla. 35 Nýr fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, getur brosað vegna bíl- greinarinnar. Ríkissjóður fær yfir 25 milljarða á ári vegna bíla. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.