Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 37

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 37
rna Gísladóttir er framkvæmda- stjóri Bifreiða- og landbúnaðar- véla, B&L. „Loksins eru horfur í bílainnflutningi góðar - enda kominn tími til. Ætia má að heildarinnflutningur á þessu ári verði um tólf þúsund bílar sem gerir þó ekkert meira en að upp- fylla 10% endurnýjunarþörf bílaflotans. Gera má ráð íyrir að líftími hvers bíls sé um tíu ár. Við erum mjög ánægð með söluna það sem af er þessu ári og erum bjart- sýn á framhaldið. Á haustmánuðum munum við kynna nýja tegund frá Land Rover sem keppir í minnsta jeppa- ílokknum - en sá heitir Freelander. Við höfum þegar fengið allmargar fyrir- spurnir og erum reyndar búin að selja töluvert af fýrstu sendingunni fyrir- fram. Mikil tímamót eru hjá okkur á ár- inu því fimmtíu ár eru frá því að Land Rover var fyrst framleiddur. Jeppi, sem ber nafnið Defender, hefur nú leyst gamla Land Roverinn af hólmi þótt í raun sé um sama bíl að ræða hvað ytra útlit snertir.“ Œj Bgill Jóhannsson er fram- kvæmdastjóri Brimborgar. „Síðasta ár var mjög gott ár og mikil aukning í bílasölu. Fyrstu þrír mánuðir þessa árs benda til þess að aukningin geti jafnvel orðið meiri á þessu ári. Mér finnst áberandi að fólk er bæði farið að kaupa stærri bíla með minni vélum í auknum mæli og eins er áberandi að fólk er farið að hugsa mikið um öryggisbúnað bifreiðanna. Má þar nefna verulega aukningu í sölu á Volvo sem er mest verðlaunaði bíll fram að þessu hvað öryggi snert- ir. Hjá okkur hefur einnig verið rúm- lega þúsund prósenta söluaukning á Daihatsu og munar þar mest um Dai- hatsu Terios sem er nýr smájeppi. Einnig hefur selst þrjátíu prósentum meira af Ford bílunum hjá okkur það sem af er þessa árs miðað við sama tímaífyrra.” Œi elgi Ingvarsson er einn fram- kvæmdarstjóra Ingvars Helgasonar. „Ingvar Helga- son er helsti innflytjandi fólksbifreiða það sem af er þessu ári; með um 19,3% af innfluttningi bíla fyrstu þijá mánuðina. Þetta stafar í og með af því að við höfum lækkað verð bíla á sama tíma og við höfum aukið búnað þeirra. Einnig höfum við lækkað verð varahluta og þjónustu verulega bæði hvað varðar Subaru og Nissan. Við höfum tekið eftir því að við- skiptavinir kanna verð, gæði og ör- yggisbúnað mun betur en áður. Við kaup á bílum fer fólk einnig rækilega yfir lánakjör og endurkaupsverð. Það vandar sig meira við kaupin en áður og gerir mun meiri kröfur til bílaum- boðanna.” 11] 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.