Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 46

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 46
Farið var í skoðunarferð um Washington og Hvíta húsið, þinghúsið og helstu minnismerkin skoðuð. Hér er hópurinn við The Viet-Nam Memorial, minnismerkið um þá bandarísku hermenn sem féllu í stríðinu í Víetnam. ÁRSHÁTÍÐIR í ÚTLÖNDUM Þaö fœrist í vöxt ad árshátíöirfyrirtækja séu haldnar í útlöndum. Oft styrkja fyrirtœkin þessar hátídir; enda þjapþa þær starfsmönnum saman. En hvad má styrkurinn vera hárgagnvart skattayfirvöldum? Þaö er á reiki. Örshátíðarferðir til útlanda verða sí- felll vinsælli og hefur hver ilug- vélarfarmurinn á fætur öðrum af Islendingum með árshátíðarkjólinn og sparijakkafötin í ferðatöskunni farið utan að undanförnu. Unnt hefur verið að bjóða sérkjör fyrir ákveðnar ferðir á fyrirfram ákveðnum tíma. Sem dæmi má nefna að nýlega fóru á annað hundrað manns frá þremur fyrirtækjum til Washington DC (ekið frá Baltimore) í þriggja nátta ferð og var meðalverð á mann tæp þrjátíu og tvö þúsund fyrir flug, gistingu, skoðunarferð og ferðir til og frá flugvelli. Að sögn Höllu Hauksdótt- ur á söluskrifstofu Flug- leiða er einnig vinsælt að fara til London, Amster- dam og Halifax í ferðir sem þessar. Segja má að árshátíðir í útlöndum séu vinsælast- ar ffá janúar og út mars, enda er verð þá gjarnan hagstæðast. AÐ FRUMKVÆÐI STARFSMANNA Oft eru það starfsmannafélög fyrirtækj- anna sem hafa frumkvæði að því að undir- búa jarðveginn fyrir utanlandsferðir sem þessar. Akveðin upphæð er tekin af laun- um starfsmanna mánaðarlega og lögð til hliðar, þá iinna þeir ekki eins fyrir kostnað- inum þegar árshátíðardagurinn rennur upp. Einnig leggja fyrir- tækin gjarnan eitthvað af mörkum, annaðhvort til ferðarinnar og/eða bjóða á árshátíðina sjálfa. Starfsmenn Vöku-Helgafells skelltu sér til Washington á árshátíð að þessu sinni og þótti ferðin takast mjög vel. Starfsmannafélag Vöku-Helgafells átti ífumkvæðið að þeirra ferð, að sögn Ólafs Ragnarssonar framkvæmdastjóra. Fram til þessa hafði fyrirtækið haldið árshátíð sína á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndir voru nú um að „fara eitthvað“ og það varð held- ur betur úr. Upphaflega stóð til að fara til Parísar en svo var stefnan tekin í þveröfuga átt þegar spennandi tilboð barst frá Flug- leiðum og haldið til Washington. ,Árshá- tíðin tókst mjög vel. En á undan var farið í skoðunarferð um borgina. Við skoðuðum hæstarétt og Hvíta húsið, þinghúsið og helstu minnismerkin og annað sem til- heyrir í Washington. Allir voru mjög TEXTI: Ólöf Rún Skúladóttir 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.