Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 48

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 48
Geir Hilmar Haarde er þrítugasti fjármálaráðherrann á þessari öld. Hann er þriðji hagfræðingurinn sem gegnir starfinu. FV myndir: Geir Ólafsson. NÆRMYND frá 1991. Sá kallaði, sem nú hefur ver- ið útvalinn, er Geir H. Haarde og hér verður brugðið upp nærmynd af hon- um. Hann er þrítugasti fjármálaráð- herrann á þessari öld og sá þriðji í embætti sem hefur hagfræðimennt- un. HRÚTURINN GEIR Geir H. Haarde heitir reyndar fullu nafni Geir Hilmar þótt hann noti sjald- an fullt nafn. Geir fæddist í Reykjavík 8. apríl 1951 og er því fæddur í Hrúts- merkinu. Þeir, sem ígrundað hafa sál- arlíf manna út frá stöðu himintungla við fæðingu, myndu því segja að hann væri röskur, óþolinmóður, vinnusam- ur og liti á lífið sem eina samfellda hindrun til að stökkva yfir eða sigrast á og komast í mark. Þeir myndu líka segja að Hrúturinn værí jarðbundinn, raunsær og órómantískur. Geir á sama afmælisdag og tveir þekktir frumkvöðlar í íslandssögunni. Þennan dag árið 1836 fæddist Oddur Y. Gíslason, prestur sem var frum- kvöðull í slysavörnum og öryggismál- um sjómanna, og þennan dag árið 1850 fæddist Jóhannes Nordal sem var frumkvöðull í byggingu íshúsa á Islandi kringum aldamótin. Þennan dag hafa ýmsir merkir at- burðir gerst á Islandi og réttum ijór- um árum áður en Geir fæddist, 8. apr- íl 1947, fóru síðustu hermennirnir frá Islandi eftir hernám landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Geir er yngstur af þremur bræðr- ÞRITUGASTIRAÐHERRANN Nýrfjámálaráðherra er 47 ára þingmaöur Reykvíkinga, hálfur Nordmaöur, hagfræöingur, menntaöur iAmeríku. argir eru kallaðir en fáir út- valdir. Þessi þvælda tilvitnun í ritninguna á t.d. við um starf ráðherra. Stólarnir eru fáir en margir vilja setjast. Margir berjast langa ævi fyrir stól, en sitja síðan skamma stund. Aðrir setjast snemma og sitja lengi. Nýlega stóð Friðrik Sophusson upp úr stól ijármálaráðherra og færði sig um set. Friðrik hafði setið lengur samfleytt í embætti sínu en nokkur annar. Arftaki hans í stólnum er 47 ára þingmaður Reykvíkinga sem setið hefur á þingi í rúm 10 ár og gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir flokk- inn, s.s. verið formaður þingflokksins um. Elstur var Bernhard bankastarfs- maður, f. 1938, en hann lést 1962. Næstur kom Steindór verkfræðingur, f. 1940. Þeir, sem trúa þvi að það móti persónuleika manna hvar í systkina- röðinni þeir séu, segja að yngsta systkini í hverjum hópi haldi barns- legum eiginleikum lengur en hin. 48

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.