Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 49

Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 49
Þessar myndir sýna fimm unga menn sem útskrifuðust saman úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971. Aftari röð frá vinstri: Hjörleifúr Kvaran borgarlögmaður, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, og Jón Þór Sverrisson læknir. Fremri röð f.v. Hannes Sigurðsson læknir í Bandaríkjunum og Steinn Jónsson Iæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Myndin vinstra megin er tekin vorið 1996 og sýnir þessa sömu menn 25 árum seinna í sömu stellingum. Gárungarn- ir segja að milli myndanna séu bæði 25 ár og 25 kíló. Foreldrar þeirra voru Anna Stein- dórsdóttir, f. 1914, og Tomas Haarde símafræðingur, f. 1901, en Tomas var ættaður frá Rogalandi í Noregi og kom til íslands á árunum fyrir stríð til að setja upp sjálfvirkan síma og bjó hér til dauðadags 1962. Auk þessa átti Geir eina mun eldri hálfsystur í Nor- egi sem hét Lilly Kinn en hún lést 1995. UNGLINGURINN GEIR Geir ólst upp við starf og leik í Reykjavík á sjötta og sjöunda ára- tugnum meðan Islendingar voru í óðaönn að koma stríðsgróðanum í lóg og byggja upp höfuðborgina hraðar en áður hafði þekkst. Geir gekk í hefðbundna skóla í sínum bæj- arhluta, Melaskóla og Hagaskóla, og spilaði fótbolta á gamla Framnesvell- inum þar sem Vesturbæjarskólinn stendur nú. Dægurmenningin tók stöðugt stærra rými í lífi fólks og þannig er hægt að skipta æskuárum Geirs niður í rokktímabilið, gullöld Bítlanna og síðar hippatímann en Geir útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971, ári á eftir Davíð Oddssyni. Sam- ferðamenn Geirs frá menntaskólaárunum voru nokkrir þeirra sem í dag eru félagar hans í stjórnmálum, eins og Davíð, Kjartan Gunnarsson og fleiri þungavigtarmenn í pólitík. HAGFRÆÐINGURINN GEIR Næstu árin dvaldi Geir að mestu í Ameríku við nám í þremur skólum. Fyrst lauk hann BA-prófi í hagfræði frá Brandeis University árið 1973, síð- an MA-prófi í alþjóðastjórnmálum frá John Hopkins University 1975 og loks lauk hann MA-prófi í þjóðhagfræði frá University of Minnesota árið 1977. Meðan Geir var í námi starfaði hann sem blaðamaður á Morgunblað- inu á sumrin eða frá 1972 tíl 1977 en þegar náminu lauk og hann kom al- kominn heim fór fyrir honum eins og fleiri íslendingum að hann tók að sér fleiri en eitt starf. Annars vegar var hann hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabankans en hins vegar fékkst hann við stunda- kennslu í Háskólanum og kenndi í viðskipta- og hagfræðideild og var einnig um árabil viðloðandi erlenda fréttadeild Morg- unblaðsins. Auk þessa var hann önn- um kafinn í félagsmálunum og var m.a formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna frá 1981 tíl 1985. AÐSTOÐARMAÐURINN GEIR Geir starfaði í Seðlabankanum tíl 1983 þegar hann varð aðstoðarmaður fiármálaráðherra og gegndi hann því starfi árin 1983 tíl 1987. Á þessum árum stýrði Steingrímur Hermanns- son ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það gekk á ýmsu í umræddri ríkisstjórn og þannig kom það í hlut Geirs að vera aðstoðarmað- ur tveggja fiármálaráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fyrri hluta tím- ans var Albert Guðmundsson ráð- herra en eftír rúmlega tvö ár í embættí var gerð mikil uppstokkun í stjórninni sem meðal annars fól það í sér að Al- bert varð iðnaðarráðherra en Þor- steinn Pálsson, þáverandi formaður flokksins, tók við embætti fiármála- ráðherra. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson UPP MEÐ HNÍFINN, GEIR Á sínum yngri árum þótti hann meö harðari frjálshyggjumönnum en árin hafa eitthvað mýkt hann í þeim efnum. Talsmenn frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum eru að von- um mjög ánægðir með skipan hans í embætti og munu vænta nokkurs af framgöngu hans við niðurskurö ríkisútgjalda þó að ólíklegt verði að teljast að þess sjái stað í fyrstu fjárlögum hans sem jafnframt verða þau seinustu fyrir kosningar. L. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.