Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 49

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 49
Þessar myndir sýna fimm unga menn sem útskrifuðust saman úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971. Aftari röð frá vinstri: Hjörleifúr Kvaran borgarlögmaður, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, og Jón Þór Sverrisson læknir. Fremri röð f.v. Hannes Sigurðsson læknir í Bandaríkjunum og Steinn Jónsson Iæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Myndin vinstra megin er tekin vorið 1996 og sýnir þessa sömu menn 25 árum seinna í sömu stellingum. Gárungarn- ir segja að milli myndanna séu bæði 25 ár og 25 kíló. Foreldrar þeirra voru Anna Stein- dórsdóttir, f. 1914, og Tomas Haarde símafræðingur, f. 1901, en Tomas var ættaður frá Rogalandi í Noregi og kom til íslands á árunum fyrir stríð til að setja upp sjálfvirkan síma og bjó hér til dauðadags 1962. Auk þessa átti Geir eina mun eldri hálfsystur í Nor- egi sem hét Lilly Kinn en hún lést 1995. UNGLINGURINN GEIR Geir ólst upp við starf og leik í Reykjavík á sjötta og sjöunda ára- tugnum meðan Islendingar voru í óðaönn að koma stríðsgróðanum í lóg og byggja upp höfuðborgina hraðar en áður hafði þekkst. Geir gekk í hefðbundna skóla í sínum bæj- arhluta, Melaskóla og Hagaskóla, og spilaði fótbolta á gamla Framnesvell- inum þar sem Vesturbæjarskólinn stendur nú. Dægurmenningin tók stöðugt stærra rými í lífi fólks og þannig er hægt að skipta æskuárum Geirs niður í rokktímabilið, gullöld Bítlanna og síðar hippatímann en Geir útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971, ári á eftir Davíð Oddssyni. Sam- ferðamenn Geirs frá menntaskólaárunum voru nokkrir þeirra sem í dag eru félagar hans í stjórnmálum, eins og Davíð, Kjartan Gunnarsson og fleiri þungavigtarmenn í pólitík. HAGFRÆÐINGURINN GEIR Næstu árin dvaldi Geir að mestu í Ameríku við nám í þremur skólum. Fyrst lauk hann BA-prófi í hagfræði frá Brandeis University árið 1973, síð- an MA-prófi í alþjóðastjórnmálum frá John Hopkins University 1975 og loks lauk hann MA-prófi í þjóðhagfræði frá University of Minnesota árið 1977. Meðan Geir var í námi starfaði hann sem blaðamaður á Morgunblað- inu á sumrin eða frá 1972 tíl 1977 en þegar náminu lauk og hann kom al- kominn heim fór fyrir honum eins og fleiri íslendingum að hann tók að sér fleiri en eitt starf. Annars vegar var hann hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabankans en hins vegar fékkst hann við stunda- kennslu í Háskólanum og kenndi í viðskipta- og hagfræðideild og var einnig um árabil viðloðandi erlenda fréttadeild Morg- unblaðsins. Auk þessa var hann önn- um kafinn í félagsmálunum og var m.a formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna frá 1981 tíl 1985. AÐSTOÐARMAÐURINN GEIR Geir starfaði í Seðlabankanum tíl 1983 þegar hann varð aðstoðarmaður fiármálaráðherra og gegndi hann því starfi árin 1983 tíl 1987. Á þessum árum stýrði Steingrímur Hermanns- son ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það gekk á ýmsu í umræddri ríkisstjórn og þannig kom það í hlut Geirs að vera aðstoðarmað- ur tveggja fiármálaráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fyrri hluta tím- ans var Albert Guðmundsson ráð- herra en eftír rúmlega tvö ár í embættí var gerð mikil uppstokkun í stjórninni sem meðal annars fól það í sér að Al- bert varð iðnaðarráðherra en Þor- steinn Pálsson, þáverandi formaður flokksins, tók við embætti fiármála- ráðherra. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson UPP MEÐ HNÍFINN, GEIR Á sínum yngri árum þótti hann meö harðari frjálshyggjumönnum en árin hafa eitthvað mýkt hann í þeim efnum. Talsmenn frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum eru að von- um mjög ánægðir með skipan hans í embætti og munu vænta nokkurs af framgöngu hans við niðurskurö ríkisútgjalda þó að ólíklegt verði að teljast að þess sjái stað í fyrstu fjárlögum hans sem jafnframt verða þau seinustu fyrir kosningar. L. 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.