Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 51

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 51
 £ M II s ' x i 1 Nýr ráðherra sest á rökstóla með nánustu samstarfsmönnum í ráðuneytinu. Frá vinstri: Steingrímur Ari Arason að- stoðarmaður ráðherra, Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri, Geir H. Haarde, Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri og Hall- dór Árnason skrifstofustjóri (járlagaskrifstofu. hæfileika hans verður þeim jafnan fyrst fyrir að tala um geðprýði hans, jákvæðni og trygglyndi. Svo virðist sem þægilegt og rólegt viðmót hans veki mönnum traust. Geir er sagður gamansamur og léttlyndur, jafnlynd- ur í daglegri umgengni og hefur t.d. eignast vini í þingsölum þvert á flokksbönd. Hann er sagður nákvæm- ur og þrautseigur. Hann vinnur oft lengi að einhverjum málum áður en þau koma upp á yfirborðið og gefst aldrei upp þó undirtektir séu ekki góðar í fyrstu. Geir er sagður íhaldssamur í betra lagi. Hann heldur sig við það sem er tryggt og öruggt og forðast umdeild mál og eldfim. Þegar deilur koma upp í flokki eða félögum sem hann er í reynir hann frekar að miðla málum og sigla milli fylkinga en að skipa sér eindregið í raðir annars hópsins. A sínum yngri árum þótti hann með harðari frjálshyggjumönnum en árin hafa eitthvað mýkt hann í þeim efnum. Sporgöngumenn frjálshyggj- unnar í Sjálfstæðisflokknum eru að vonum mjög ánægðir með skipan lians í embætti og munu vænta nokk- SKAK OG MAT Hann sýndi skákinni mikinn áhuga um tíma og tefldi fyrir Hagaskóla en síöar í þinginu við garpa eins og Albert heit- inn Guðmundsson og Guðmund jaka. Hann hefur stundum hnoðað saman vísum sem er þekkt dægrastytting þingmanna. urs af framgöngu hans við niðurskurð ríkisútgjalda þó að ólíklegt verði að teljast að þess sjái stað í fyrstu fjárlög- um hans sem jafnframt verða þau seinustu fyrir kosningar. SÖNGVARINN GEIR Geir vinnur mjög mikið en er sagð- ur skipuleggja tíma sinn vel til þess að geta sinnt fjölskyldunni. Hann reynir að hamla gegn holdasöfnun með skokki, sundi og tímum í heilsurækt en slíkt er víst meiri varnarbarátta en markviss sókn. Geir hefur mikinn áhuga á tónlist og söng, tekur gjarnan lagið með fé- lögum sínum og fer íremstur í flokki söngmanna í samkvæmum. Hann starfaði með söngsveit- inni Fílharmóníu á sínum yngri árum og söng þar bassa. Meðal áhuga- mála, sem Geir hefur þó gefið sér lítinn tíma til að stunda, má nefna bæði skák og bridge. Hann sýndi skákinni mikinn áhuga um tíma og tefldi fyrir Hagaskóla en síðar í þing- inu við ýmsa garpa. Hann á til að hnoða saman vísum sem er þekkt dægrastytting þingmanna. Hann hefur einnig gripið í stang- veiði, einkum með tengdafólki sínu sem kynnti honum það sport. Meðal náinna vina Geirs eru nefnd- ir menn eins og Steindór, bróðir hans, Steinn Jónsson læknir, sem er æsku- vinur, og Hannes Sigurðsson, læknir í Bandaríkjunum. A menntaskólaárunum var Geir hluti af fimmmenningaklíku sem hélt mjög hópinn en auk hans skipuðu hana Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður, Steinn Jónsson, læknir, Hann- es Sigurðsson læknir og Jón Þór Sverrisson læknir. Þessir fimm rifjuðu upp gamla takta á 25 ára stúdentsaf- mælinu 1996 við undirleik Þorgeirs Astvaldssonar, skólabróður síns, og vöktu mikla lukku. Fimmmenning- arnir létu mynda sig saman við út- skriftina á sínum tíma og endurtóku svo leikinn með nákvæmlega sams- konar uppstillingu á 25 ára útskrift- arafmælinu. Gárungarnir sögðu reyndar að hver þeirra hefði bætt á sig 25 kílóum milli mynda. Þannig sýnir nærmyndin af Geir Hilmari Haarde okkur mann sem hef- ur margt til brunns að bera sem prýða má stjórnmálamann. Honum má líkja við fjallgöngumann sem lengi hefur mænt á tindinn og er kominn í efstu búðir. Pólitískir vindar næstu ára munu ráða um lokaáfangann. S3 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.