Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 52

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 52
STJORNMAL Magnús Jónsson hagfræð- ingur var fjármálaráðherra frá 1922-1923. Frá því hann lét af embætti liðu rúmlega 60 ár þar til næst settist hagfræðingur í stól fjármálaráðherra en það var Jón Baldvin Hannibals- son. Eysteinn Jónsson hefur gegnt embætti fjármálaráð- herra oftar og lengur en nokkur annar. Hann var með próf úr Samvinnuskól- anum. Magnús Jónsson frá Mel var fjármálaráðherra í tíð Viðreisnarstjórnarinnar. Hann var lögfræðingur eins og flestir sem gegnt hafa embættinu. Jón Baldvin Hannibalsson hagfræðingur gegndi embættínu í eitt ár. LÖGFRÆÐINGARNI ________________ Miöaö viö söguna œttu þeir, sem vilja veröa jjármálaráöherrar, ,arde verður þnðji náþessariöldsemgegn- ' J4"f'Íri® $£££*■***'>* ókvitið verður ekki í askana látið er íslensk alþýðuspeki sem felur í sér að brjóstvit sé betra en menntun þegar kemur að því að vinna fyrir sér. Pönkkynslóðin sneri síðar skemmtilega út úr þessu með orðatiltækinu: Það skiptir ekki máli hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Pétur Gunnarsson rithöfundur lýs- ir því í einni bóka sinna hvernig þjóð- in ijölmennti á kjörstað en þegar talið var upp úr kössunum var þjóðin guf- uð upp fyrir utan fáeina lögfræðinga. Þarna hittir hann naglann á höfuðið í þeim skilningi að lögfræðingar hafa lengi verið íjölmennir í hópi stjórnmálamanna. Mörgum finnst eðlilegt að þegar kemur að því að skipa í embætti ráðherra sé einhver fylgni milli menntunar manna og viðfangs- efna embættisins. Þannig mætti TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON t.d. ímynda sér að búfræðingur væri betri landbúnaðarráðherra en t.d. læknir sem væri aftur betri heilbrigð- isráðherra en trésmiður. Með fullri virðingu fyrir trésmiðum. Sé litið til embættis ljármálaráð- herra sérstaklega, eins og gert er í eft- irfarandi upptalningu, hefði ef til vill mátt búast við að til embættisins hefðu í áranna rás valist þeir sem ann- aðhvort væru vanir að sýsla með pen- inga eða hefðu menntað sig sérstak- lega í þeim efnum. SKÓSMIÐURINN VAR FYRSTUR Fyrsti íslenski ráðherrann var Hannes Hafstein. Hann var lögfræð- ingur. Fyrsti ráðherrann til að fá nafn- bótina Jjármálaráðherra var Björn Kristjánsson. Hann var skósmiður. Til þessa dags hafa 30 menn gegnt embætti ljármálaráðherra. I þeim hópi eru lögfræðingar langfjölmenn- 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.