Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 56

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 56
MARKAÐSMAL Reglur um auglýsingar í sjónvarpi? Island Bretland Danmörk Finnland Irland Noregur Svíþjóð Þýskaland V-Evrópa A-Evrópa I Sammála L_| Ósammála ar eru einungis rum 20% auglýsinga á íslenskum markaði birt í sjón- varpi og það er snöggtum minna en tíðkast í Evr- ópu þar sem þetta hlutfall er um 30%, hvað þá að að fari ná- lægt þeim 39% sem sjónvarp í Banda- ríkjunum tekur til sín. Hreggviður taldi augljóst að ís- lenskar sjónvarpsstöðvar næðu aldrei til sín sama hlutfalli af heildarmagni auglýsinga og tíðkaðist erlendis, nema verðið hækkaði verulega. Hann taldi af og frá að magn auglýsinga í dagskránni mætti aukast og taldi því verðhækkun einu leiðina. Einnig vildi hann gjarnan útrýma skjáauglýsing- um úr sjónvarpi og beita til þess verð- hækkunum. Hann taldi skjáauglýsing- ar ekki vera sjónvarpsefni og sagði hina erlendu ráðgjafa hafa verið á sömu skoðun. Eins og áreiðanlega allir, sem þetta lesa, vita eru tvær sjónvarpsstöðvar á íslandi sem beijast hart um hylli aug- lýsenda ekki síður en hylli áhorfenda. Samkvæmt tölum, sem Hreggviður sýndi með þessu erindi, stendur stríðið á auglýsingamarkaðnum í járn- um þar sem stöðvarnar virð- ast skipta markaðnum nokk- uð jafnt á milli sín þar sem RÚV hefur örlítið forskot með 53% á móti 47% Stöðvar 2. Sé litið á útvarpsauglýsingar ein- göngu hefur RUV mikla yfir- burði samkvæmt tölum Hreggviðar en þar birtast 60% allra útvarpsauglýsinga á móti rúmlega 23% sem heyrast hjá Bylgjunni, aðalkeppinautn- um. Hreggviður taldi að þar vægju svo- kallaðar sam- lesnar auglýs- ingar á Rás 1 og Rás 2 þyngst en hann taldi það fyrirbæri ganga á skjön við flestar starfsreglur í útvarps- rekstri og sagði að mjög erfið- lega hefði gengið að útskýra fýrir hinum er lendu ráðgjöf- um hvað það eigin- lega væri. Ein af niðurstöðunum úr út- tektinni var sú að á Islandi væru auglýsingastofur tiltölu- lega ónauðsynlegar - „relatively unimportant“. Þessi niðurstaða fékkst með því að skoða hve ingarnar, þ.e. leiknar auglýsingar, væru í umsjá stofanna. Sama rann- sókn leiddi í ljós að 74% af því auglýs- ingamagni, sem stofurnar bókuðu, komu gegnum 5 stærstu stofurnar. Svo virðist sem mikil gróska sé í auglýsingamarkaði á íslandi og hann virðist hafa vaxið um 12% á ári frá 1993 til 1996 meðan sambærilegur vöxtur í Skandinavíu er frá 4-7% árlega á sama tíma. Sé magn auglýsinga hinsvegar mælt sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu kemur í ljós að þetta hlut- fall er 1,68% á Islandi og hefur aukist úr 0,68% árið 1993. í samanburði við önnur lönd á þessu sviði erum við skammt á eftir Skandinövum sem eyða að meðaltali 1,85% af vergri þjóð- arframleiðslu í auglýsing- ar en í Banda- ríkjun- um er þetta hlutfall 3,23%. AUGLÝSINGAR AUKA SAMKEPPNI Þessi mynd sýnir álit íslendinga á þeirri staöhæfingu aö auglýsingar auki sam- keppni og virðumst viö vera þar á svip- aðri skoðun og Bretar og Svíar. Auglýsingar auka samkeppni fsland Bretland Danmörk Finnland Irland Noregur Svíþjóð mikið af auglýsingum Stöðvar 2 kom gegnum auglýsingastof- ur og hve mikið kom milliliða- laust til stöðvarinnar. 51% kom gegnum stofur en 49% komu beint. Nokkrir þeirra sem þarna voru staddir lýstu þeirri skoðun sinni að mikið magn skjáauglýsinga skekkti þessa mynd en allar dýrustu auglýs- Þýskaland V-Evrópa A-Evrópa í 13% I Sammála I Osammála 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.