Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 64

Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 64
STJORNUN ar nýr fiskur spriklar innan um marga dauðavar lýsing eins heimildarmanns. Eiríkur var ráðinn norður sem hægri hönd úti- bússtjóra og meginverkefni var að ræða við fyrirtæki um viðskipti við bankann. Það var nýlunda að bankinn væri með farandsölu- mann um héraðið en honum varð nokkuð ágengt og viðskiptavin- um fjölgaði. Þegar útibússtjórinn fyrir norðan hætti sóttí Eiríkur um ásamt mörgum öðrum góðum umsækjendum. Heimildir blaðsins telja að bankastjórnin hafi óttast að missa Eirík úr starfi fengi hann ekki útíbússtjórastöðuna. Þannig hafi málið a.m.k. ver- ið lagt upp við stjórnina. Ráðningin kom mjög á óvart því Eiríkur hafði aldrei haft mannaforráð, útíbúið á Akureyri gríðarlega um- fangsmikið og Eiríkur aldrei sinnt daglegum rekstri banka. Hon- um hefur þó tekist að sinna starfinu með ágætum. En hvaða vænt- ingar eru til hans sem kaupfélagsstjóra? „Hafi stjórnarmenn í KEA verið að horfa í kringum sig eftír nýj- um kaupfélagstjóra hefúr Eiríkur verið sterkt inni í myndinni frá upphafi. Stjórnin gat ráðið einhvern frá Reykjavík, sem lítíð sem ekkert þekkti tíl KEA, eða mann eins og Eirík, heimamann sem þekkir vel til. Fáir utanaðkomandi hafa eins mikla þekkingu á innviðum KEA og hann vegna starfsins i Landsbankanum." Það er hins vegar vel þekkt í fyrirtækjum hérlendis að ráða framkvæmdastjóra úr hagdeild Landsbankans sem stundum hef- ur verið kölluð útungunarstöð fyrir stjórnendur fyrirtækja. Eiríkur er ágætlega menntaður til starfans hjá KEA. Kaupfélag- ið hefur haft með höndum mjög víðfeðman rekstur en eins og kemur fram í viðtalinu við Magnús Gauta hefur stefnan verið sú að fækka einingum. Heimildarmenn telja að það verði verkefni Eiríks að taka enn frekar til í hillum og skotum KEA. Jafnvel hafi eldri og reyndari menn ekki treyst sér tíl að taka óvinsælar ákvarðanir, það sé starf hinna ungu. Eiríkur S. Jóhannsson þarf því að láta hend- ur standa fram úr ermum og sanna sig í starfi 8. stærsta fýrirtæk- is landsins með 11 milljarða veltu. 03 Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðs- búa á Egilsstöðum til fjögurra ára, er 37 ára viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Islands. INGIMÁR Á EGILSSTÖÐUM Á síðustu tveimur árum hefur hann dregið Kaupfélag Héraðsbúa út úr fiskvinnslu á Reyðarfirði og einbeitt sér að rekstri verslana og afurðastöðva. nngi Már Aðalsteinsson hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Héraðsbúa í tæp fjögur ár. Ingi Már er 37 ára gamall, fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði. Faðir hans var full- trúi hjá KASK og meðfram námi var Ingi Már hjá íyrirtækinu; eitt sumar í fiskvinnslu, tvö sumur í mjólkurstöðinni og síðar á skrif- stofu kaupfélagsins. Hann lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskól- anum og viðskiptafræði frá Háskóla Is- lands árið 1986. Að því námi loknu lá leið hans aftur heim á Hornafjörð þegar hann réð sig sem viðskiptaff æðing hjá KASK. Sú ráðning var aðeins til eins árs og í framhaldi tók hann við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélagsins Fram á Norðfirði sem heyrir nú sögunni til. Ingi Már var aðeins 27 ára gamall þegar hann varð fyrst kaupfélagsstjóri í ársbyijun 1988. Á Norðfirði starfaði Ingi Már í liðlega þrjú ár en réð sig þá til Miklagarðs i Reykjavík í innkaup og innflutning. Á þeim tíma var rekstur Miklagarðs í miklum erfiðleikum sem endaði með gjald- þrotí. Þegar kaupfélögin stofnuðu Innkaupasamband kaupfélaga, Inka, sem var undanfari Búrs ehf., réð Ingi Már sig þar sem fram- kvæmdastjóra og starfaði þar þangað til hann gerðist kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Kaupfélag Héraðsbúa er með veltu upp á tvo milljarða. Um 65% af veltu félagsins eru í dagvöruverslun á svæðinu, um 25% eru í af- urðastöðvum og 10% í iðnaði. Innan iðnaðarins eru taldar brauð- gerð, kjötreyking og úrbeining kjöts. Kaupfélag Héraðsbúa rekur dagvöruverslanir á Egilsstöðum, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, bygginga- vöruverslanir á Reyðarfirði og Egilsstöðum og þjónustumiðstöð og grillskála á Egilsstöðum. Eitt stórgripasláturhús heyrir undir kaupfélagið og tvö sauðfjársláturhús, annað á Egilsstöðum og hitt á Breiðdalsvík. Kaupfélag Héraðsbúa á hlut í Kjötumboðinu og selur í gegnum það á höfuðborgarsvæðinu. „Við sjáum um alla reykingu og úrbeiningu kjöts en Kjötkaup á Reyðarfirði, sem kaupfélagið á hlut í, sér um alla þjónustu við verslanir, hótel og veitingastaði hér á svæðinu," segir Ingi Már. „Kaupfélagið tekur við mjólk frá svæðinu frá Almannaskarði norður tíl Fljótsdalshéraðs, að undanskildum Norðfirði. Ur um- írammjólk framleiðum við mozarella ost en við hófum þá fram- leiðslu þegar Hornfirðingar lögðu niður mjólkursamlagið sitt fyrir rúmu ári.“ Á síðustu tveimur árum hefur Kaupfélag Héraðsbúa verið að draga sig út úr rekstri fiskvinnslu á Reyðarfirði og einbeitir sér að rekstri verslana og afurðastöðva. „Fiskvinnslan var ffekar smá í sniðum, reksturinn mjög sveiflu- kenndur og áttí ekki samleið með öðrum rekstri sem er tiltölulega stöðugur. Áður var fiskvinnslan 15-20% af heildarveltu kaupfélags- ins en við höfum náð upp sambærilegri veltu með eflingu annarra rekstrarþátta. Meðal annars bættí félagið við verslun á Eskifirði, tók á leigu sláturhúsið á Breið- dalsvík og jók við mjólkurvinnslu og osta- gerð. Þessi ákvörðun reyndist rétt því hún er að skila góðum árangri," segir Ingi Már. FYRSTOG FREMST VERSLUN Kaupfélag Héraðsbúa veltir um 2 milljörðum á ári. Um 65% af veltunni eru í smásöluverslun, 25% í afurða- stöðvum og 10% í iðnaði. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.